Eftir aðalfund Rótarinnar, 30. maí, heldur dr. Lance Dodes erindið Hvað er fíkn? Erindið hefst kl. 19:00 og er flutt í gegnum fjarfundarbúnað. eftir erindið verða umræður þar sem dr. Dodes svarar spurningum úr sal..
Fyrirlesturinn er öllum opinn og gjaldfrjáls og er haldinn að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík eins og aðalfundurinn.
Dr. Lance Dodes er geðlæknir og sálgreinandi sem stjórnaði rannsóknum við Boston Psychoanalytic Society and Institute, var dósent í klínískum geðlækningum við Harvard Medical School og starfaði við New Center for Psychoanalysis, Los Angeles. Hann var forstöðumaður fíknimeðferðardeildar McLean-spítala, sem er hluti af Harvard-háskóla, forstöðumaður áfengismeðferðardeildar við Spaulding Rehabilitation Hospital (sem nú er hluti af Massachusetts General Hospital) og forstöðumaður Boston Center for Problem Gambling. Hann hefur skrifað fjölda greina um vímuefnavanda og fíknihegðun og er höfundur bókanna The Heart of Addiction (HarperCollins, 2002), Breaking Addiction: A 7-Step Handbook for Ending Any Addiction (HarperColliins, 2011) og The Sober Truth: Debunking the Bad Science Behind 12-Step Programs and the Rehab Industry. Sjá nánar á vef dr. Dodes. Greinin Hættuleg taugalíffræðiþráhyggja er aðgengileg í íslenskri þýðingu á vef Rótarinnar.
Í erindinu fjallar dr. Dodes um kenningar sínar um fíkn en hann hefur þróað eigin aðferðir til að vinna með fólki með fíknivanda. Hann telur að fíknihegðun hafi lengi verið misskilda, bæði í menningunni og í meðferðarstarfi. Fíknihvatar séu næstum alltaf viðbragð við tilfinningaálagi. Sambandsslit, ótti við átök, uppgjöf, niðurlæging, sorg og aðrir sálfræðilega mikilvægir þættir hafa allir forspárgildi fyrir fíknihegðun hjá fólki. Þess vegna sé best að skilja fíkn og meðhöndla hana með aðferðum sálgreiningar.
Erindið er aðgengilegt á Youtube.