Rótin var stofnuð þann 8. mars 2013 og er félag áhugakvenna og kvára. Allar konur og kvárar með áhuga á málefninu eru velkomin til þátttöku.
Markmið félagsins eru eftirfarandi:
a) Að vera málsvari kvenna og kvára sem eiga sögu um áföll og/eða vímuefnavanda og að beita sér fyrir mannréttindum og velferð þeirra.
b) Að beita sér fyrir faglegri stefnumótun sem hefur að leiðarljósi skaðaminnkun, mannréttindi og áfalla- og kynjamiðaða þjónustu.
c) Að stuðla að rannsóknum og beita sér fyrir öflun þekkingar, upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna um þessi málefni konum og kvárum til góða.
d) Að efla samstarf á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila og halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samráði við aðra.
e) Að reka Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg.
f) Trúnaður skal viðhafður um þá einstaklinga sem leita til samtakanna. Félagar, starfsfólk, sjálfboðaliðar, ráð Rótarinnar og þau sem dvelja í neyðarskýlinu eru bundin þagnarskyldu samkvæmt lögum félagsins. Þagnarskylda skal virt eftir að starfi eða dvöl í athvarfinu lýkur.
Skráðu þig í félagið og fáðu fréttabréfið okkar í tölvupósti!
Félagsgjöld í Rótinni eru valkvæð og er bæði hægt að leggja inn á reiknings félagsins eða gerast styrktaraðili hér.
Smelltu hér til að skrá þig í Rótina.
Rótin – félag um velferð og lífsgæði kvenna – Kt. 500513-0470 – Bankanr. 0101 -26-011472.
Sendu póst á rotin@rotin.is þegar greitt er inn á reikninginn.
Almennt
Á vef Rótarinnar eru í boði stök námskeið, fyrirlestrar og ráðstefnur, með upphafs- og lokadagsetningu, og lengri námskeið og fyrirlestraraðir sem þá eru boðin í lotu sem spannar ákveðin mörg skipti og klukkustundir.
Rótin áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga ásamt því að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Pantanir
Rótin tekur við pöntun þegar greiðsla hefur borist. Í kjölfar þess að greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti innan þriggja daga. Kvittunin gildir sem staðfesting á kaupunum.
Greiðslumöguleikar
Vörur eru keyptar gegn staðgreiðslu. Rótin býður upp á að greiða með kreditkorti og debetkorti í gegnum örugga greiðslusíðu frá Rapyd.
Við tökum við öllum greiðslukortum. Greiðsla mun birtast á kortayfirlitinu þínu á sama hátt og almennar færslur í verslun.
Verð
Öll verð eru birt sem íslenskur gjaldmiðill. Vinsamlegast athugið að verð getur breyst án fyrirvara.
Skattar og gjöld
Rótin er ekki með virðisaukaskattskylda starfsemi eða sölu á vörum með virðisaukaskatti.
Afbókanir og endurgreiðsluréttur
Mikilvægt er að hafa í huga, áður en vara í verslun er greidd að viðskiptin eru bindandi. Undantekningartilvik sem geta skapað endurgreiðslurétt eru; ef skyndileg veikindi koma upp eða alvarleg tilvik sem gera viðkomandi ófært að sækja námskeiðið/fyrirlesturinn. Hægt er að óska eftir að greiðslan verði flutt yfir á næsta námskeið/fyrirlestur sömu tegundar ef viðkomandi er ófært að mæta á keypt námskeið/fyrirlestur. Ef óskað er eftir að afbóka eða skila „vöru“ er viðkomandi velkomið að senda tölvupóst á rotin@rotin.is.
Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.
Trúnaður
Rótin heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Varnarþing
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað. Skilmálar þessir gilda frá 1. mars 2023.
Rótin – Félag um velferð og vellíðan kvenna
Reykjabyggð 34
270 Mosfellsbær
Tölvupóstfang: rotin@rotin.is
Sími: 793-0090
Kt: 5005130470
VSK númer: Rótin er ekki með virðisaukarekstur
Upplýsingar um félagið
Þessum vef er haldið úti af Rótinni – á Íslandi, Túngötu 14, 101 Reykjavík.
Upplýsingar um persónuleg gögn sem við söfnum og hvernig við söfnum þeim
Samskiptaform
Félagið notar samskiptaform sem sett er upp í MailChimp til að auðvelda utanaðkomandi að skrá sig í félagið. Þessar upplýsingar eru ekki geymdar í vefumsjónarkerfi félagsins heldur eru sendar beint til MailChimp til frekari vinnslu.
Netfang félagsins er á vef félagsins og er tölvupóstur sendur í pósthólf félagsins sem hýst er af Microsoft.
Vefkökur
Ef boðið er uppá innskráningu er vefkaka vistuð tímabundið. Þessi vefkaka inniheldur engar persónulega rekjanlegar upplýsingar og er eytt um leið og þú hefur lokað vafranum þínum.
Þessi vefur notar Google Analytics og reCAPTCHA, sem vista einnig og lesa vefkökur, en greina ekki þínar persónuupplýsingar.
Innfellt efni af öðrum vefjum
Efni á þessum vef gæti innfellt efni á borð við myndskeið, myndir, greinar o.fl. Slíkt efni hegðar sér nákvæmlega eins og ef sá sem opnar það hafi heimsótt þann vef sem hýsir efnið.
Þessir vefir gætu safnað gögnum um þig, notað kökur, nýtt greiningartækni frá þriðja aðila og fylgst með því sem þú gerir við innfellda efnið ef þú hefur skráðan aðgang og hefur skráð þig inn á þann vef.
Greiningartækni
Þessi vefur notar greiningartækni Google Analytics, sem skráir m.a. upplýsingar um tæki og vafra notanda, IP–tölu, tímasetningar o.fl.
Deiling á gögnum með þriðja aðila
Þessi vefur deilir að jafnaði ekki persónugreinanlegum gögnum með þriðja aðila nema það sé skýrt tekið fram í þessari friðhelgisstefnu.
Hvert við sendum gögn
Persónuleg gögn sem safnað er með samskiptaformum eru send beint með tölvupósti í gegn um póstþjóna WPEngine og Microsoft.
Við notum þjónustu MailChimp til að halda utan um póstlista félagsins. Skráning á póstlista er ekki skylda fyrir aðild að félaginu og er öll skv. íslenskum lögum.
Að hafa samband
Hægt er að senda erindi til félagsins með því að senda tölvupóst á rotin@rotin.is eða með því að senda bréf á eftirfarandi heimilisfang:
Rótin – Félag um velferð og vellíðan kvenna
Reykjabyggð 34
270 Mosfellsbæ
Gagnavernd þriðja aðila
Hægt er að lesa um gagnaverndunarstefnu WPEngine, hýsingaraðila þessa vefs á https://wpengine.com/support/wp-engines-security-environment/.
Friðhelgisstefnu MailChimp má lesa á https://mailchimp.com/legal/privacy/.
Friðhelgisstefnu Microsoft Office 365 má lesa á https://products.office.com/en-us/business/office-365-trust-center-privacy.