0
Karfan þín

Aðalfundur Rótarinnar 2022

Tilkynning um aðalfund Rótarinnar 2022

Aðalfundur félagsins verður haldinn 30. maí kl.17.30 að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík. Fundarstjóri er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Að loknum aðalfundarstörfum heldur dr. Lance Dodes erindið Hvað er fíkn?, í gegnum fjarfundarbúnað, og svarar spurningum úr sal.

Ársskýrsla ráðsins er aðgengileg í PDF-skjali hér. 

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins. Kosið verður í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir varafulltrúar í ráðið og skoðunarkona reikninga. Athygli er vakin á tillögum um lagabreytingar sem fylgja fundarboðinu en tillögur um lagabreytingar skal leggja fram til ráðs a.m.k. fimm dögum fyrir aðalfund.

Við hvetjum áhugasamar félagskonur til að bjóða sig fram í ráð eða vararáð með því að senda póst á netfangið rotin@rotin.is. Frekari upplýsingar fást hjá Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu, í sama netfangi eða í síma 793-0090.

Dagskrá aðalfundur:

  1. Fundur settur.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og gengið til atkvæða um þá.
  5. Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð.
  6. Kosning á skoðunaraðila reikninga.
  7. Ákvörðun félagsgjalda.
  8. Lagabreytingar
  9. Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsár.
  10. Önnur mál.

Viðburðurinn er á Facebook!

Tillögur um lagabreytingar

Ráð félagsins leggur fram eftirfarandi tillögur um lagabreytingar.

Lögin í heild sinni er að finna á vef félagsins: https://www.rotin.is/um-rotina/.

Tillaga um breytingu á 4. gr.

Núgildandi grein:

Framlög til félagsins eru öllum frjáls. Heimilt er að leggja fram stuðning og styrki til samtakanna í öðru formi en peningum og skal þess þá sérstaklega getið. Félaginu er heimilt en ekki skylt að taka við fjárframlögum, gjöfum, styrkjum eða stuðningi sem bundin er kvöðum.

Ákvörðun um móttöku skv. ákvæði þessu skal tekin af talskonu ráðsins en hann getur jafnframt ákveðið að eigin frumkvæði að fela ráði samtakanna að taka ákvörðun um móttöku í einstaka tilvikum.

Verði svona (án leturbreytinga):

Framlög til félagsins eru öllum frjáls. Heimilt er að leggja fram stuðning og styrki til samtakanna í öðru formi en peningum og skal þess þá sérstaklega getið. Félaginu er heimilt en ekki skylt að taka við fjárframlögum, gjöfum, styrkjum eða stuðningi sem bundin er kvöðum.

Ákvörðun um móttöku skv. ákvæði þessu skal tekin af talskonu ráðsins en hún getur jafnframt ákveðið að eigin frumkvæði að fela ráði samtakanna að taka ákvörðun um móttöku í einstaka tilvikum.

Tillaga um breytingu á 6. gr.

Núgildandi grein:

Á aðalfundi er samþykkt starfsáætlun til eins árs. Á aðalfundi skulu kosnir níu félagar í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir þrír varafulltrúar í ráð félagsins. Ráðið hefur umboð til að álykta í nafni félagsins enda sé ályktunin í samræmi við grundvallarmarkmið þess. Ráði félagsins er heimilt að skipa hópa til starfa í nafni félagsins. Ráðið skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum. Skipaðar skulu talskona, ritari og gjaldkeri félagsins. Talskona, ritari, gjaldkeri og/eða starfskona mynda framkvæmdaráð ráðsins. Ráð Rótarinnar samþykkir verkefni og umboð framkvæmdaráðsins. Ráðið skal funda að minnsta kosti fjórum sinnum á ári eða oftar ef þurfa þykir. Fundurinn er atkvæðisbær ef meirihluti ráðsins mætir. Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi;

  1. Fundur settur.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og gengið til atkvæða um þá.
  5. Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð.
  6. Kosning á skoðunaraðila reikninga.
  7. Ákvörðun félagsgjalda.
  8. Lagabreytingar
  9. Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsár.
  10. Önnur mál.

Verði svona (án leturbreytinga):

Á aðalfundi er samþykkt starfsáætlun til eins árs. Á aðalfundi skulu kosnir fimm félagar í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir tveir varafulltrúar í ráð félagsins. Ráðið hefur umboð til að álykta í nafni félagsins enda sé ályktunin í samræmi við grundvallar-markmið þess. Ráði félagsins er heimilt að skipa hópa til starfa í nafni félagsins. Ráðið skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum. Skipaðar skulu talskona, ritari og gjaldkeri félagsins. Ráð Rótarinnar skal funda að minnsta kosti fjórum sinnum á ári eða oftar ef þurfa þykir. Fundurinn er atkvæðisbær ef meirihluti ráðsins mætir. Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi;

  1. Fundur settur.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og gengið til atkvæða um þá.
  5. Lagabreytingar
  6. Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð.
  7. Kosning á skoðunaraðila reikninga.
  8. Ákvörðun félagsgjalda.
  9. Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsár.
  10. Önnur mál.

Hvað er fíkn? – Erindi Dr. Lance Dodes kl. 19.00

Eftir hefðbundin aðalfundarstörf heldur dr. Lance Dodes erindið Hvað er fíkn? í gegnum fjarfundabúnað og hefst það kl. 19.00. Að loknu erindi svarar hann spurningum úr sal.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og gjaldfrjáls.

Dr. Dodes fjallar um kenningar sínar um fíkn en hann hefur þróað eigin aðferðir til að vinna með fólki með fíknivanda. Hann telur að fíknihegðun hafi lengi verið misskilin, bæði í menningunni og í meðferðarstarfi. Fíknihvatar séu næstum alltaf viðbragð við tilfinningaálagi. Sambandsslit, ótti við átök, uppgjöf, niðurlæging, sorg og aðrir sálfræðilega mikilvægir þættir hafa allir forspárgildi fyrir fíknihegðun hjá fólki. Þess vegna sé best að skilja fíkn og meðhöndla hana með aðferðum sálgreiningar.

Dr. Lance Dodes er geðlæknir og sálgreinandi sem stjórnaði rannsóknum við Boston Psychoanalytic Society and Institute og var dósent í klínískum geðlækningum við Harvard Medical School. Hann starfar nú við New Center for Psychoanalysis (Los Angeles). Hann var forstöðumaður fíknimeðferðardeildar McLean spítala, sem er hluti af Harvard-háskóla, forstöðumaður áfengismeðferðardeildar við Spaulding Rehabilitation Hospital (sem nú er hluti af Massachusetts General Hospital) og forstöðumaður Boston Center for Problem Gambling. Hann hefur skrifað fjölda greina um vímuefnavanda og fíknihegðun og er höfundur bókanna The Heart of Addiction (HarperCollins, 2002), Breaking Addiction: A 7-Step Handbook for Ending Any Addiction (HarperColliins, 2011) og The Sober Truth: Debunking the Bad Science Behind 12-Step Programs and the Rehab Industry.

DEILA: