Aðalfundur Rótarinnar var haldinn 30. maí 2022 og fóru þar fram hefðbundin aðalfundarstörf. Brynhildur Heiðar- Ómarsdóttir fundarstjóri, Kristín I. Pálsdóttir flutti skýrslu ráðsins og kynnti reikninga félagsins þar sem gjaldkeri boðaði forföll. Þá var starfsáætlun næsta starfsárs kynnt.
Nýtt ráð félagsins hélt svo sinn fyrsta fund samdægurs og skipti með sér verkum þannig að Kristín I. Pálsdóttir var valin talskona, Marta Sigríður Pétursdóttir ritari og Sara Stef gjaldkeri. Aðrar í ráðinu eru Helga Baldvins Bjargardóttir, og Þórunn Sif Böðvarsdóttir. Í vararáð voru kosnar: Anna Daníelsdóttir og Elísabet Brynjarsdóttir og skoðunaraðili reikninga er Auður Önnu Magnúsdóttir.
Nokkrar lagabreytingar voru samþykktar á aðalfundinum og sú helsta að fækkað var í ráði félagsins úr níu í fimm og vararáðskonum fækkar úr þremur í tvær. Einnig var framkvæmdaráð tekið út úr lögunum. Í 4. gr. var talað um talskonu sem ‘hann’ og var því breytt í ‘hún’. Einnig var röð dagskrárliða í dagskrá aðalfundar breytt þannig að lagabreytingar voru færðar á undan kosningu í ráð.
Samþykkt var á fundinum að fela ráði Rótarinnar að óska eftir aðild að Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Að lokum voru Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur þökkuð vel unnin störf fyrir félagið en hún hættir nú í ráðinu eftir að hafa setið í því frá stofnun Rótarinnar. Guðrún Ebba var ekki á fundinum en fékk sendan blómvönd frá félaginu.
Ársskýrslan er aðgengileg í PDF-skjali hér.