0
Karfan þín

Athugasemdir Mannréttindaráðs Sþ við fíknistefnu á Íslandi

Íslendingar eru aðilar að Alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, EFM. Samningurinn er annar tveggja sáttmála sem gerðir voru út frá Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Sjá nánar um samninginn hér.
Efnahags-, félags- og menningarréttindanefnd (CESCR – Committee on Economic, Social and Cultural Rights) hefur eftirlit með framkvæmd samningsins og fimmta reglubundna skýrsla Íslands til nefndarinnar var tekin fyrir 9. og 10. september sl. á fundi nefndarinnar í Genf þar sem sendinefnd Íslands svaraði fyrir hana, sjá hér. Í lokaathugasemdum nefndarinnar segir:

Drug policy

  1. The Committee welcomes the information provided by the State party during the dialogue that a working group appointed by the Ministry of Health has been tasked with drafting the first harm reduction policy in the State party and proposing an accompanying action plan. However, the Committee is concerned that the State party continues to criminalize the possession of drugs for personal use, which may prevent persons who use drugs from accessing harm reduction programmes and healthcare services (Art. 12).
  2. The Committee recommends that the State party develop effective drug policies, including by considering the decriminalization of drug possession for personal use. The Committee also recommends that the State party expedite the development and implementation of its harm reduction policy and accompanying action plan, under the leadership of the Ministry of Health’s Working Group.

Í lauslegri þýðingu:

  1. Nefndin fagnar þeim upplýsingum … að starfshópi sem skipaður er af heilbrigðisráðuneytinu hafi verið falið að semja fyrstu skaðaminnkunarstefnu í aðildarríkinu [Íslandi] og gera tillögu um aðgerðaáætlun í kjölfarið. Hins vegar hefur nefndin áhyggjur af því að aðildarríkið viðhaldi áfram refsistefnu vegna vörslu vímuefna til einkanota, sem getur komið í veg fyrir að einstaklingar sem nota vímuefni fái aðgang að skaðaminnkandi þjónustu og heilbrigðisþjónustu (12. gr.).
  2. Nefndin mælir með því að aðildarríkið [Ísland] þrói skilvirka vímuefnastefnu, meðal annars með því að huga að afglæpavæðingu vímuefnavörslu til eigin nota. Nefndin mælir einnig með því að aðildarríkið hraði þróun og framkvæmd skaðaminnkunarstefnu og meðfylgjandi aðgerðaáætlunar undir forystu starfshóps heilbrigðisráðuneytisins.

Þær Aðalheiður Ámundadóttir og Rachael Lorna Johnstone fjölluðu umskuldbindingar Íslands skv. EFM í greininni „Mannréttindi í þrengingum. Afdrif efnahagslegra og félagslegra réttinda í efnahagskreppunni“ þar sem segir:

„Þrátt fyrir að skýringar nefndarinnar séu ekki lagalega bindandi hafa þær meira gildi en svo að teljast eingöngu kurteisleg tilmæli enda hafa þær skapað sér sess, sem helsta skýringargagn EFM, jafnt meðal fræðimanna og dómenda í landsrétti margra aðildarríkja.“

Greinin er aðgengileg hér.

DEILA: