Fyrsti fundur nýkjörins ráðs Rótarinnar 2017-2018 var haldinn 31. maí 2017 og skipti ráðið með sér verkum. Kristín I. Pálsdóttir var endurkjörin talskona félagsins og Árdís Þórðardóttir endurkjörin í embætti gjaldkera. Margrét Valdimarsdóttir var svo kjörin ritari.
Á myndinni má sjá núverandi ráð félagsins í þessari röð: Margrét Valdimarsdóttir, Árdís Þórðardóttir, Gunný Ísis Magnúsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Þórlaug Sveinsdóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Áslaug Kristjana Árnadóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir.