Þriðjudaginn 16. maí kl. 20 verður aðalfundur Rótarinnar í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins. Kosið verður í ráð félagsins en í því sitja níu félagar og fer ráðið með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir þrír varafulltrúar í ráðið.
Við hvetjum áhugasaman félagskonur til að bjóða sig fram í ráð eða vararáð, þeim er bent á að hafa samband við Kristínu talskonu, til að tilkynna framboð og/eða fá upplýsingar, í netfanginu rotin@rotin.is eða í síma 893-9327.
Eftir hefðbundin aðalfundarstörf ætlum við að horfa saman á heimildamyndina „The 13th Step“ eftir Monicu Richardson en myndin fjallar um öryggi innan AA-samtakanna.
Dagskrá aðalfundur:
- Fundur settur
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár
- Reikningar félagsins lagðir fram og samþykktir
- Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð
- Kosning á skoðunaraðila reikninga
- Ákvörðun félagsgjalda
- Lagabreytingar
- Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsár
- Önnur mál
- Fundarslit
Tillögur um lagabreytingar skulu berast eigi síðar en 11. maí 2017.
Allir, konur og karlar, eru velkomnir á umræðukvöld Rótarinnar!
Boðið er upp á te og kaffi, kók og popp en við erum með samskot svo komið endilega með klink í baukinn.
Viðburðurinn er á Facebook!