20. september 2015
Eitt af aðalbaráttumálum Rótarinnar frá stofnun hefur verið að berjast fyrir bættu öryggi kvenna í meðferð. Persónulegt öryggi er grunnforsenda fyrir góðum árangri í meðferð og sjálfsögð mannréttindi í heilbrigðiskerfinu að okkar dómi.
Eftirfarandi eru aðgerðir og erindi sem við höfum sent frá okkur vegna þessa:
- 2. maí 2022. Handbók um samþættingu kynjasjónarmiða í fíknistefnu: https://www.rotin.is/handbok-um-samthaettingu-kynjasjonarmida-i-fiknistefnu/.
- 9. mars 2022. Skýrsla starfshóps um meðferðarheimilið að Laugalandi: https://www.rotin.is/skyrsla-um-medferdarheimilid-laugalandi/.
- 25. janúar 2022. Yfirlýsing vegna vændiskaupa formanns SÁÁ: https://www.rotin.is/yfirlysing-vegna-vaendiskaupa-formanns-saa/.
- 6. nóvember 2021. Greinargerð um heimilislausar konur: https://www.rotin.is/greinargerd-um-heimilislausar-konur/.
- 30. mars 2021. Yfirlýsing vegna framtíðar meðferðarheimilisins Laugalands: https://www.rotin.is/framtid-laugalands/.
- 4. apríl 2021. Meðferðarheimili BVS – Yfirlýsing: https://www.rotin.is/medferdarheimili-bvs-yfirlysing/.
- 30. ágúst. 2020. Starfsemi SÁÁ – Erindi til ríkisendurskoðunar: https://www.rotin.is/starfsemi-saa/.
- 30. júní 2020. Þöggun ofbeldis og hlutdrægni í dagskrárgerð: https://www.rotin.is/thoggun-ofbeldis/.
- 30. mars 2020. Ályktun ráðs Rótarinnar vegna þróunar meðferðarmála: https://www.rotin.is/alyktun-throunar-medferdarmala/.
- 22. janúar 2020. Mismunun í neyðarþjónustu.https://www.rotin.is/mismunun-i-neydarthjonustu/.
- 14. ágúst 2019. Óásættanleg meðferð á sjúkragögnum og lítilsvirðing við viðkvæman hóp. https://www.rotin.is/oasaettanleg-medferd-a-sjukragognum/.
- 15. apríl 2018. Áskorun frá ráði Rótarinnar vegna málefna unglinga í fíknivanda: https://www.rotin.is/askorun-fra-radi-rotarinnar-vegna-malefna-unglinga-i-fiknivanda/.
- 17. febrúar 2018. Bréf til stjórnanda þáttarins Í vikulokin á Rás 1: https://www.rotin.is/bref-i-vikulokin/.
- 28. janúar 2018. … að benda á eitthvað annað: http://www.rotin.is/ad-benda-a-eitthvad-annad/.
- 27. nóvember 2017. Ósk um úttekt á áreitni starfsmanna á meðferðarstöðvum: https://www.rotin.is/areitni-a-medferdarstodvum/.
- 29. ágúst 2017. Óskalisti Rótarinnar: https://www.rotin.is/oskalisti-rotarinnar/.
- 26. júní 2017. Greinargerð til heilbrigðisráðherra um konur og fíkn: https://www.rotin.is/greinargerd-til-heilbrigdisradherra/.
- 9. júní 2017. Erindi til Embættis landlæknis vegna gæða og öryggis í meðferð: https://www.rotin.is/erindi-til-landlaeknis/.
- 14. mars 2017. Umsögn Rótarinnar um áfengisfrumvarp: https://www.rotin.is/umsogn-rotarinnar-um-afengisfrumvarp/.
- 24.september 2016. Heggur sá er hlífa skyldi – Ályktun: https://www.rotin.is/heggur-sa-er-hlifa-skyldi-alyktun/.
25. maí 2016. Umsögn til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. https://www.rotin.is/mannrettindarad-sth/. - 24.nóvember 2016. Ályktun um stefnuleysi í meðferðarstarfi á Íslandi: http://www.rotin.is/alyktun-um-stefnuleysi/.
- 16.11 2016. Framtíð fíknimeðferðar: http://www.rotin.is/framtid-fiknimedferdar/.
- 20. september 2015. Erindi sent til SÁÁ og beðið um tölfræði um afbrotamenn á Vogi: http://www.rotin.is/tolfraedi-um-afbrotamenn-a-vogi/. Svar barst hinn 19. október 2015 þar sem SÁÁ neita að afhenda upplýsingarnar: 151019_Svar_SAA_Afbrotamenn.
- 30. júní 2015. Erindi sent til Barnaverndarstofu. http://www.rotin.is/fiknimedferd-barna-og-unglinga-erindi-til-bvs/. Svar barst 13. október 2015: 151013_BVS_Svar_164247809.
- 3. júní 2015. Rótin bað um fund með landlækni. Hinn fjórða júní fengum við það svar að „því miður getur landlæknir ekki orðið við beiðni þinni um fund að svo stöddu.“
- 17. febrúar 2015. Erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Embætti landlæknis hefur neitað að afhenda Rótinni upplýsingar um fjölda skráðra atvika og kvartanir á meðferðarstöðvum. Félagið vill láta á það reyna hvort að þessi málsmeðferð standist upplýsingalög: http://www.rotin.is/erindi-til-urskurdarnefndar-um-upplysingamal/. Í maí kom bréf frá nefndinni þar sem Rótinni gafst tækifæri til að bregðast við svörum Embættis landlæknis en enn er úrskurðar beðið.
- 26. október 2014. Opið bréf til Embættis landlæknis vegna öryggis kvenna í meðferð. http://www.rotin.is/opid-bref-til-embaettis-landlaeknis-vegna-oryggis-kvenna-i-medferd/. Engin viðbrögð hafa komið við bréfinu.
- 22. október 2014. Skráning atvika og önnur gæðamál í meðferðarstarfi. Erindi til Embættis landlæknis: http://www.rotin.is/skraning-atvika-og-onnur-gaedamal-i-medferdarstarfi/. Svar er dagsett 5. nóvember en bætir litlu við fyrri svör: http://www.rotin.is/wp-content/uploads/2014/12/141116_Svar_SkraningAtvikaOgGaedamalImedferd.pdf.
- 10. október 2014. Aðbúnaður barna á Sjúkrahúsinu Vogi. Erindi til umboðsmanns barna: http://www.rotin.is/adbunadur-barna-a-sjukrahusinu-vogi/. Svar barst 22. október og þar segir m.a. „Umboðsmaður barna hefur ekki haft ástæðu til að hafa áhyggjur af aðbúnaði barna á unglingadeildinni á Vogi Þó er rétt að taka fram að við höfum ekki sérþekkingu til þess að meta það faglega starf sem þar fer fram. Ef Rótin hefur ástæðu til að ætla að öryggi og velferð barna sé stefnt í hættu er brýnt að láta barnaverndina vita. Þá má benda á að Embætti landlæknis hefur eftirlit með að heilbrigðisþjónusta uppfylli faglegar kröfur til reksturs heilbrigðisþjónustu og ákvæði heilbrigðislöggjafar, sbr. 25. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Einnig má benda á heilbrigðisráðherra, en hann fer með yfirstjórn málaflokksins.“ Sjá: http://www.rotin.is/umbodsmadur-barna-svarar-rotinni/.
- 19. september 2014. Öryggi kvenna í áfengismeðferð – ítrekun erindis. Erindi sent til Embættis landlæknis: http://www.rotin.is/oryggi-kvenna-i-afengismedferd-itrekun-erindis/.
- 20. febrúar 2014. Móðir fíkils spyr Embætti landlæknis um vinnuferli á afvötnunarsjúkrahúsi. Erindi frá móður unglings sem taldi að sú meðferð sem dóttir hennar fékk á sjúkrahúsinu hafi ekki verið í samræmi við gæðakröfur sem gera má til sjúkrahúsa: http://www.rotin.is/modir-fikils-spyr-embaetti-landlaeknis-um-vinnuferli-a-afvotnunarsjukrahusi/. Ekki hefur borist svar við þessu erindi.
- 14. febrúar 2014. Erindi til Embættis landlæknis vegna gæðamála. Erindi til Embættis landlæknis. http://www.rotin.is/erindi-til-embaettis-landlaeknis-vegna-gaedamala/. Svar barst 25. febrúar 2014 og var mjög ófullnægjandi þar sem ekki var hægt að fá upplýsingar um meðferðarstöðvar aðgreindar frá annarri heilbrigðisþjónustu í landinu og þar af leiðandi lítið á þeim að græða: http://www.rotin.is/wp-content/uploads/2014/10/140300_SvarLandlaeknisVatvika.pdf.
- 13. janúar 2014. Ósk um fund með starfsmönnum Embættis landlæknis. „Ráð Rótarinnar- félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda óskar eftir því að fá að koma í heimsókn til embættisins til að kynna sjónarmið okkar en einnig til að ræða við starfsmenn sem hafa með málefni er varða fíkn að gera. Er möguleiki á því að taka á móti okkur?“ Ekkert svar barst.
- 2. október 2013. Konur úr ráði Rótarinnar heimsækja Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra til að kynna okkar baráttumál og ræða um innsend erindi.
- 27. ágúst 2013. Öryggi kvenna í áfengismeðferð – erindi til ráðherra. Sent til heilbrigðis- og félagsmálaráðherranna: http://www.rotin.is/oryggi-kvenna-i-afengismedferd-erindi-til-radherra/. Svar hefur ekki borist við erindinu en það hefur verið ítrekað 22. október 2013, 24. febrúar 2014, 1. apríl 2014 og 19. september 2014.
- 27. ágúst 2013. Skimun vegna ofbeldis. Erindi til heilbrigðisráðherra. http://www.rotin.is/skimun_vegna_ofbeldis/. Svar barst 29. nóvember 2013. http://www.rotin.is/wp-content/uploads/2013/08/131211_SvarHeilbrigdisradherraVSkimunar.pdf.
- 27. apríl 2013. Öryggi kvenna í áfengismeðferð. Erindi til Landlæknis. Svar barst í október 2014 en var dagsett 20. júní 2013. http://www.rotin.is/opid-bref-til-embaettis-landlaeknis-vegna-oryggis-kvenna-i-medferd/.
Nokkrar fréttir tengdar öryggi kvenna í meðferð:
- „Ekki sátt við svar landlæknis“. Frétt á Mbl.is 26. október 2014: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/26/ekki_satt_vid_svar_landlaeknis/.
- „Ofbeldismenn hafa aðgang að veikum konum í meðferð“. Frétt í mbl.is 16. maí 2013, um öryggi kvenna í meðferð: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/05/16/notfaera_ser_konur_i_medferd/.
- „Óttast um öryggi kvenna í meðferð“. Frétt í DV 22. apríl 2013: http://www.dv.is/frettir/2013/4/22/ottast-um-oryggi-kvenna-i-medferd/.
- „Hafa áhyggjur af dæmdum ofbeldismönnum“. Frétt á RÚV 22. apríl 2013: http://www.ruv.is/frett/hafa-ahyggjur-af-daemdum-ofbeldismonnum.
- „Segja dæmda ofbeldismenn hafa greiðan aðgang að konum innan heilbrigðiskerfisins“. http://www.visir.is/segja-daemda-ofbeldismenn-hafa-greidan-adgang-ad-konum-innan-heilbrigdiskerfisins/article/2013130429722.
Uppfært í jmars 2018.