Rótin sendi erindi um öryggi kvenna í áfengismeðferð til landlæknis í apríl 2013. Eftir að hafa ítrekað erindið tvisvar sendum við það líka til velferðarráðherra. Nú höfum við ítrekað erindið einu sinni enn við landlækni og sendum eftirfarandi bréf á velferðarráðuneyti í morgun, 19. september 2014:
Ágæti viðtakandi.
Í ágúst 2013 sendum við meðfylgjandi erindi um öryggi kvenna á meðferðarstöðvum til velferðarráðherra. Áður höfðum við sent erindið til landlæknis og ítrekað það tvisvar án þess að fá svör. Í samtölum við starfsfólk ráðuneytis kom fram að erindinu yrði svarað þegar búið væri að svara erindi okkar um skimun vegna ofbeldis á meðferðarstöðum. Svar við því erindi er löngu komið en við höfum engin svör fengið við erindi um öryggi kvenna á meðferðarstöðum.
Er svara að vænta?
Virðingarfyllst,
Kristín I. Pálsdóttir talskona