0
Karfan þín

Nýtt ráð og breytt nafn félagsins

Aðalfundur Rótarinnar haldinn fimmtudaginn 6. maí kl. 20 í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Guðrún Ebba Ólafsdóttir stýrði fundinum. Kristín I. Pálsdóttir talskona fór yfir skýrslu ráðs fyrir liðið starfsár og Árdís gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins sem voru samþykktir einhljóða. Kynningu á skýrslu ráðsins með reikningum og starfsáætlun má nálgast hér..

Þá voru lagðar fram lagabreytingatillögur sem allar voru samþykktar að því undanskildu að tillaga um að breyta nafni félagsins í Rótin – félag um konur, áföll og vímuefni fékk ekki brautargengi heldur ný tillaga um að nefna félagið Rótin – félag um konur áföll og vímugjafa.

Næst var kosið í ráð félagsins og í ráðinu 2020-2021 sitja: Anna Daníelsdóttir, Áslaug Kristjana Árnadóttir, Elísabet Brynjarsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hulda Stefanía Hólm, Katrín G. Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Vagnbjörg Magnúsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir voru kosnar aðalfulltrúar. Guðrún Magnúsdóttir (Gunný), Elínrós Líndal og Sólveig Þorleifsdóttir voru kosnar í vararáð. Þá var Auður Önnu Magnúsdóttir kosin skoðunaraðili reikninga.

Að kosningu í embætti lokinni var starfsáætlun næsta árs kynnt.

Rótin býður nýjar konur velkomnar í ráð félagsins þær Önnu Daníelsdóttur, lækni, Elísabetu Brynjarsdóttur, hjúkrunarfræðing, og Vagnbjörgu Magnúsdóttur fíknifræðing og Elínrós Líndal, blaðamann, og Guðrúnu Magnúsdóttur, Gunný, fíknifræðing í vararáð. Þeim Auði Önnu Magnúsdóttur, Árdísi Þórðardóttur, sem starfað hefur í ráðinu frá stofnun félagsins, Hrafnhildi Ólöfu Ólafsdóttur, er þakkað fyrir störf í ráðinu sem og þeim Björgu Torfadóttur og Guðrúnu Ernu Hreiðarsdóttur, sem lagði mikið af mörkum í Snjallræðis-verkefninu, sem báðar sátu í vararáði. Takk allar fyrir ánægjulegt samstarf í félaginu.

Að aðalfundi loknum kom nýtt ráð saman og skipti með sér verkum. Kristín var valin talskona félagsins, Guðrún Ebba ritari og Áslaug Kristjana gjaldkeri.

DEILA: