Aðalfundur Rótarinnar verður haldinn miðvikudaginn 6. maí kl. 20:00, í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins. Kosið verður í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir varafulltrúar í ráðið og skoðunarkona reikninga. Athygli er vakin á tillögum um lagabreytingar sem fylgja fundarboðinu en tillögur um lagabreytingar skal leggja fram til ráðs a.m.k. fimm dögum fyrir aðalfund.
Áhugasamar félagskonur eru hvattar til að bjóða sig fram í ráð eða vararáð með því að senda póst á netfangið rotin@rotin.is. Frekari upplýsingar fást hjá Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu, í sama netfangi eða í síma 893-9327.
Dagskrá aðalfundur:
- Fundur settur
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár
- Reikningar félagsins lagðir fram og samþykktir
- Lagabreytingar
- Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð
- Kosning á skoðunaraðila reikninga
- Ákvörðun félagsgjalda
- Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsár
- Önnur mál
- Fundarslit
Tillögur um lagabreytingar skulu berast eigi síðar en 1. maí 2019.
Boðið er upp á te og kaffi en við erum með samskot fyrir því svo komið endilega með klink í baukinn.
Viðburðurinn er á Facebook!
Samkvæmt takmörkunum á samkomuhaldi mega ekki fleiri koma saman en 50 manns eftir 4. maí. Ef fleiri mæta á fundinn verður honum því frestað en að öðru leyti verður farið að tilmælum um varúðarráðstafanir vegna Covid-19.
Tillögur um lagabreytingar:
Gerð er tillaga að því að breyta nafni félagsins og verði 1. mgr. 1. gr. því svona:
„Félagið heitir Rótin – félag um konur, áföll og vímuefni. Lögheimili og varnarþing þess eru í Reykjavík.“
Gerð er tillaga að því að 4. gr. hljóði svona:
Framlög til félagsins eru öllum frjáls. Heimilt er að leggja fram stuðning og styrki til samtakanna í öðru formi en peningum og skal þess þá sérstaklega getið.
Félaginu er heimilt en ekki skylt að taka við fjárframlögum, gjöfum, styrkjum eða stuðningi sem bundinn er kvöðum.
Ákvörðun um móttöku gjafa, styrkja eða stuðnings sem bundinn er kvöðum skv. 2. mgr. þessarar greinar skal tekin af ráði félagsins.
Gerð er tillaga að því að 2., 3., 7. og 14. mgr. 6. gr. hljóði svona:
Á aðalfundi skulu kosnir sjö félagar í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir fimm varafulltrúar í ráð félagsins.
Skipuð skal talskona, ritari og gjaldkeri félagsins.
Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og gengið til atkvæða um þá.