Björg Guðrún Gísladóttir höfundur bókarinnar Hljóðin í nóttinni og Guðbjörg Ottósdóttir adjúnkt í félagsráðgjöf koma til okkar þriðjudaginn 25. mars kl. 20. Þær ætla að fjalla um hinn hulda veruleika barna í ábyrgðarhlutverki.
Athugið að umræðukvöldið er á þriðjudegi en ekki á miðvikudegi eins og vant er. Við vorum svo spenntar að fá þær stöllur að við bættum þessu umræðukvöldi inn í áður auglýsta dagskrá.
Allir, konur og karlar, eru velkomnir á umræðukvöld Rótarinnar!
Boðið er upp á te og kaffi en við erum með samskot fyrir því svo komið endilega með klink í baukinn.
Að vanda er umræðukvöldið á Hallveigarstöðum.