0
Karfan þín

Fyrirspurn frá Rótinni vegna forvarna

Rótin hefur sent frá sér eftirfarandi erindi til Barnaverndarstofu, borgarstjóra, Embættis landlæknis, menntamálaráðuneytis og Umboðsmanns barna:

„Efni: Fyrirspurn frá Rótinni vegna forvarna
Sent til: Barnaverndarstofu, Borgarstjóra Reykjavíkur, borgarstjóra,  Embættis landlæknis,  menntamálaráðuneytis,  Umboðsmanns barna.
Reykjavík 6. október 2018
Ýmsir aðilar, þar á meðal grunn- og framhaldsskólar, standa fyrir skipulögðum hópferðum barna og unglinga að sjá kvikmyndina Lof mér að falla. Myndin er bönnuð börnum yngri en 14 ára en þegar um er að ræða yngri börn er óskað eftir leyfi frá foreldrum. Ferðin er farin undir því yfirskini að um forvarnastarf sé að ræða.

Ráð Rótarinnar dregur í efa að slíkt forvarnastarf byggi á nýjustu þekkingu. (Sjá eftirfarandi grein: http://www.visir.is/g/2018181009559/follum-ekki-i-hraedsluarodursgryfjuna). Leiðbeiningar Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (EMCDDA) um bestu starfsvenjur, að því er varðar ungt fólk í áhættuhópi, benda á að þau ungmenni sem séu í mestri hættu á að fara út í neyslu séu þau sem eru illa sett í félagslegu tilliti og/eða búa við neysluhegðun innan fjölskyldu eða í jafningjahópi. Því er lögð áhersla á aðgerðir til að ná snemma til þessa áhættuhóps með skönnunum, góðri meðferð og öðrum beinum aðgerðum.
Ráð Rótarinnar óskar eftir áliti Barnaverndarstofu, borgarstjóra, Embættis landlæknis, menntamálaráðuneytis og Umboðsmanns barna á því hvort stofnanirnar telji að:
a) hræðsluáróður og/eða óttamiðuð nálgun í forvörnum, eins og neyslu- og harmsögur, hafi mikið forvarnagildi?
b) Hvort þetta forvarnarstarf á vegum skólanna sé í samræmi við niðurstöður íslenskra sem erlendra rannsókna?
c) Hvaða afleiðingar telja stofnanirnar að það geti haft fyrir óhörðnuð börn og unglinga að fara saman í hópum að sjá kvikmyndina Lof mér að falla?“
DEILA: