Rótin sendi í dag, 10. október 2014, eftirfarandi erindi til embættis umboðsmanns barna:
„Rótin hefur áhyggjur af því að börn séu send til meðferðar á Vogi þar sem samgangur er við fullorðna.
Í lögum nr. 74 frá árinu 1997 um réttindi sjúklinga segir í 27. gr: „Umhverfi og aðbúnaður sjúkra barna á heilbrigðisstofnunum skal hæfa aldri þeirra, þroska og ástandi.“
Því spyrjum við, að gefnu tilefni, er það álit umboðsmanns barna að aðbúnaður barna á Sjúkrahúsinu Vogi uppfylli þessi skilyrði laganna?“