Rótin, RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum og Union of Women Associations of Heraklion Prefecture á Krít fengu í fyrra styrk frá uppbyggingarsjóði EES til að undirbúa umsókn um verkefni sem snýr að heimilislausum konum og ofbeldi.
Í síðustu viku var fyrri vinnustofa verkefnisins haldin hér á landi þegar þau Spetsidis Nicholas og Elena Founargiotaki komu og áttu góða fundi með fagfólki og heimsóknum á þjónustustaði.
Við þökkum öllum sem tóku þátt í vinnustofunum fyrir þátttökuna. Við fengum góða innsýn í hvað er að gerast í skaðaminnkandi þjónustu fyrir konur á Íslandi hjá Reykjavíkurborg, Landspítala, Skjólinu og Konukoti ásamt kynningu á nýrri MA-ritgerð Kolbrúnar Kolbeinsdóttur um konur í Konukoti.
Við þökkum þeim Guðbjörgu Ottósdóttur, dósent í félagsráðgjöf, Halldóru D. Gunnarsdóttur og Valgerði Jónsdóttur hjá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurboegar, Soffíu Hjördísi Ólafsdóttur, verkefnastjóra VoR teymis hjá Reykjavíkurborg, Gunnlaugu Thorlacius, yfirfélagsráðgjafa á LSH, Jóhönnu Erlu Guðjónsdóttur, félagsráðgjafa við bráðamóttöku LSH, Önnu Tómasdóttur, hjúkrunarfræðing á göngudeild smitsjúkdóma LSH, Rósu Björgu Brynjarsdóttur, forstöðukonu í Skjólinu og Kolbrúnu fyrir þátttöku í vinnustofum og heimsóknum.