0
Karfan þín

Ungar mæður og fíknivandi – Umræðukvöld 25. september

Nú er komið að öðru umræðukvöldi Rótarinnar þetta haustið en það verður haldið á Hallveigarstöðum miðvikudaginn 25. september kl. 20-21.30.

Til okkar kemur Anna María Jónsdóttir geðlæknir á geðsviði Landspítala og Miðstöð foreldra og barna. Hún hefur starfað með teymi á Landspítalanum sem hefur sérhæft sig í meðferð og aðstoð við foreldra sem eiga við geðraskanir að stríða, en teymið hefur verið í formlegu samstarfi við fíkniskorina á Teigum sem hefur gert kleift að veita foreldrum með fíknivanda sömu aðstoð,

Anna María fjallar um það hvernig hægt er að hjálpa foreldrum með fíknivanda. Foreldrar með fíknivanda hafa þurft á meiri aðstoð að halda en svokallað FMB-teymi getur veitt (http://www.landspitali.is/?PageID=16572). Barnshafandi konur með fíknivanda virðast heldur ekki ná að nýta sér hefðbundin meðferðarúrræði við fíknivandanum og því þarf að koma til móts við þennan hóp sem hefur verið veitt sérhæft meðgöngueftirlit í áhættumæðravernd á kvennadeild Landspítala. Þörf er á frekari þverfaglegri aðkomu fagfólks á sviði fíknimeðferðar og geðrænnar meðferðar, með áherslu á samhæfða nálgun, varðandi meðgöngueftirlit, fíknimeðferð, og stuðning við foreldrahlutverkið fyrir þennan hóp.

Viðburðurinn er á Facebook: https://www.facebook.com/events/511059422312549/.

DEILA: