0
Karfan þín

Meðferð við fíkn – Umræðukvöld 9. október

Komið er að þriðja umræðukvöldi haustsins hjá Rótinni. Að þessu sinni mætir Helga Sif Friðjónsdóttir Ph.D, MN í geðhjúkrunarfræði og hjúkrunardeildarstjóri á fíknigeðdeild geðsviðs Landspítala  til okkar og ræðir meðferð við fíkn.
Áherslur Helgu Sifjar í meistara og doktorsnámi voru á meðferð og forvarnir fyrir einstaklinga með fíkni- og annan geðvanda. Hún hefur starfað að slíkri hjúkrun m.a. á Vogi og frá sumri 2007 á fíknigeðdeild Landspítala. Helga Sif er einnig í samstarfi um kennslu og þjálfun í áhugahvetjandi samtali á ýmsum vettvangi og er faglegur verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar – skaðaminnkunn, sem starfrækt er á vegum Rauða krossins í Reykjavík.

Allir, konur og karlar, eru velkomnir á umræðukvöld Rótarinnar!

Boðið er upp á te og kaffi en við erum með samskot fyrir því svo komið endilega með klink í baukinn.

Viðburðurinn er á Facebook: https://www.facebook.com/events/606876446018447/.

DEILA: