0
Karfan þín

Öruggur bati eftir áföll – umræðukvöld

Sigurlína Davíðsdóttir prófessor emerita í uppeldis- og menntunarfræði verður gestur Rótarinnar á umræðukvöldi miðvikudaginn 22. janúar kl. 20. Sigurlína er félagssálfræðingur að mennt og hefur m.a. fengist við rannsóknir í heilsusálfræði. Hún var meðal stofnenda Krýsuvíkursamtakanna og hefur einnig verið stjórnarformaður þeirra af og til og samfellt síðan 1998.

Sigurlína ætlar að fjalla um helstu atriði bókarinnar 8 lyklar að öruggum bata eftir áföll eftir Babette Rothschild sem hún þýddi.

Sigurlína mun einnig kynna þann fræðilega grunn sem notaður er í meðferðinni í Krýsuvík.

Allir, konur og karlar, eru velkomnir á umræðukvöld Rótarinnar!

Boðið er upp á te og kaffi en við erum með samskot fyrir því svo komið endilega með klink í baukinn.

Að venju er umræðukvöldið í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík.

Viðburðurinn er á Facebook.

DEILA: