Aðalfundur Rótarinnar haldinn fimmtudaginn 9. maí kl. 20 í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Kristín I. Pálsdóttir setti fundinn og Guðrún Ebba Ólafsdóttir var kosinn fundarstjóri og fundarritari. Árdís gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins sem voru samþykktir einhljóða.
Þá var kosið í ráð félagsins og í ráðinu 2019-2020 sitja: Auður Önnu Magnúsdóttir, Árdís Þórðardóttir, Áslaug Kristjana Árnadóttir. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, Hulda Stefanía Kristjánsdóttir, Katrín Alfreðsdóttir, Kristín Pálsdóttir, Þórlaug Sveinsdóttir, voru kosnar aðalfulltrúar. Björg Torfadóttir, Guðrún Erna Hreiðarsdóttir og Sólveig Þorleifsdóttir voru kosnar varafulltrúar. Þá var Dóróthea Lórenzdóttir kosin skoðunaraðili reikninga.
Að kosningu í embætti lokinni var starfsáætlun næsta árs kynnt og að loknum aðalfundarstörfum hélt Guðbrandur Árni Ísberg, sérfræðingur í klínískri sálfræði, erindi um skömmina sem góður rómur var gerður að.
Skýrslu ráðsins fyrir liðið ár, sem kynnt var á aðalfundi, má nálgast í PDF-skjali hér.
Rótin býður nýjar konur velkomnar í ráð og vararáð, þær Auði Önnu, Huldu Stefaníu, Björgu, Guðrúnu Ernu og Sólveigu, og þakkar þeim Guðrúnu Kristjánsdóttur og Eddu Arinbjarnar sem nú fóru úr vararáði fyrir samferðina frá stofnun félagsins. Þeim Helenu Bragadóttur, Margréti Gunnarsdóttur, Margréti Valdimarsdóttur og Soffíu Bæringsdóttur þökkum við fyrir störf í ráði og vararáði á liðnum árum. Allar fá þakkir fyrir uppbyggilega og góða samvist í ráðinu!