0
Karfan þín

Meðferðarheimilið Varpholti/Laugalandi – Umræðukvöld

Rótin býður til umræðukvölds um reynslu kvenna sem voru vistaðar í Varpholti og á Laugalandi á tímabilinu 1997-2007, mánudaginn 14. nóvember kl. 17:30-19:00
Nýlega gaf Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála út greinargerð um starfsemi meðferðarheimilisins í Varpholti og á Laugalandi. Á umræðukvöldinu verður fjallað um greinargerðina og reynslu kvenanna af veru á meðferðarheimilinu út frá þeirra eigin upplifun, reynslu og þekkingu.
Þær Gígja Skúladóttir og Íris Ósk Friðriksdóttir sem báðar voru vistaðar í Varpholti halda erindi ásamt Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar, sem leiddi vinnu starfshóps um meðferð stúlkna með áhættuhegðun, meðferðarheimilið að Laugalandi, með samningi við Barnaverndarstofu
Dagskráin verður sem hér segir:
• Meðferð stúlkna með áhættuhegðun – Kristín I. Pálsdóttir
• Hugleiðing um greinargerð GEV – Gígja Skúladóttir
• Mín reynsla – Íris Ósk Friðriksdóttir
• Almennar umræður
Rótin tekur nú aftur upp umræðukvöldin sem lögðust niður á Covid-tímanum. Ef þið vitið af áhugaverðum umræðuefnum og erindum, sendið okkur endilega línu á rotin@rotin.is.
Umræðukvöld Rótarinnar eru öllum opin, boðið er upp á te og kaffi sem er fjármagnað með samskotum. Munið eftir klinkinu eða leggið inn á reikning Rótarinnar:

Kt. 500513-0470, bankanr. 0101 -26-011472.
Viðburðurinn er á Facebook!
Umræðukvöldið er haldið í Kvennaheimilinu, Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

DEILA: