0
Karfan þín

Annmarkar þess að skilgreina ofneyslu sem sjúkdóm

Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir og hjúkrunarfræðingur verður gestur Rótarinnar á umræðukvöldi miðvikudag 9. apríl kl. 20. Sæunn starfar m.a. hjá Miðstöð foreldra og barna.

Sæunn hefur gefið út bækurnar Hvað gengur fólki til? Leit sálgreiningar að skilningi, 1999 og Árin sem enginn man. Áhrif frumbernskunnar á börn ogfullorðna, 2009. Í bókinni Hvað gengur fólki til? er kaflinn „Óðurinn til fíknarinnar“ þar sem Sæunn skoðar m.a. hugsanlegar sálrænar orsakir ofneyslu en hér á landi hefur sjúkdómskenningin verið allsráðandi í fíknimeðferð og umræðu.

Allir, konur og karlar, eru velkomnir á umræðukvöld Rótarinnar!

Boðið er upp á te og kaffi en við erum með samskot fyrir því svo komið endilega með klink í baukinn.

Viðburðurinn er á Facebook!

Umræðukvöldið er í Kvennaheimilinu Hallvegiarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík.

DEILA: