0
Karfan þín

Áfallameðferð í hópi fyrir konur

Áfallameðferð í hópi fyrir konur er nú boðin í annað sinn í samstarfi Rótarinnar og Grænuhlíðar og hófst námskeið 1. október. Meðferðin hentar konum með áfallasögu og þar með talið konum með sögu um vímuefnavanda. Markmiðið er að styðja konur í að skilja betur áhrif áfalla og erfiðrar reynslu á daglegt líf og byggja upp tilfinningalegan stöðugleika og jafnvægi.

Næsta námskeiđ hefst 20. janúar og lýkur 24. mars og verđur haldiđ á þriđjudögum kl. 15.30-16.45. Skráning á krækjunni hér fyrir neđan:.

Skráðu þig hér

Hópurinn vikulega, í 75 mínútur í senn, í alls 10 skipti. Hámarksfjöldi þátttakenda er tíu.

Tímasetning:Þriđjudagar kl. 15:30 til 16:45
Tímabil:20. janúar til 24. mars – 10 skipti
Skráning:Fyrir 6. janúar hér
Verð95.000 kr.
Leiðbeinendur:Margrét Gunnarsdóttir og Harpa Katrín Gísladóttir
Staðsetning: Grænuhlíđ fjölskyldumiđstöđ, Sundabraut 2, 104 Reykjavík

Við vekjum athygli á styrkjum stéttarfélaga fyrir þær konur sem eiga rétt á þeim. Einnig er möguleiki á styrkjum Vinnumálastofnun og félagsþjónustu fyrir þær sem það á við um.

Meðferðin byggir á niðurstöðum rannsókna á hópmeðferð og áfallamiðaðri nálgun og viðurkenndum kenningum dr. Judith Lewis Herman um þrjú stig í úrvinnslu áfalla. Hún er höfundur meðferðarefnisins ásamt dr. Diya Kallivayalil og samverkafólki þeirra hjá Victims of Violence Program við Cambridge Health Alliance. Heiti námskeiðsin á frummáli er Group Trauma Treatment in Early Recovery. Promoting Safety and Self Care.

Um áföll

Áfall getur verið afmörkuð erfið reynsla sem veldur áfallastreitu eða áfallastreituröskun  (PTSD) eða endurtekin, viðvarandi erfið reynsla, oftast í æsku, sem veldur flókinni áfallastreituröskun (e. complex PTSD).

Áfallastreituröskun lýsir sér meðal annars með kvíðaeinkennum, endurliti (e. flashback) og forðun. Flókinni áfallastreituröskun fylgja einnig neikvæð áhrif á sjálfsmynd, erfiðleikar með tilfinningastjórnun og áskoranir í samböndum við annað fólk.

Áfallameðferð er skipt í þrjú stig, skv. líkani sem dr. Judith Lewis Herman setti fram, þar sem fyrsta stigið er að byggja upp skilning, stöðugleika og þol fyrir erfiðum tilfinningum, annað stigið snýst meira um beina úrvinnslu áfalla og þriðja stigið er að melta reynslu og aðlaga árangur meðferðar að daglegu lífi. Áfallameðferð í hópi fyrir konur er fyrsta stig áfallameðferðar sem snýst um að skilja betur áhrif áfalla og erfiðrar reynslu á daglegt líf og byggja upp innri stöðugleika og jafnvægi.

Almenn markmið:

  1. Auka skilning á áhrifum áfalla/áfalls
  2. Draga úr upplifun á einangrun og einmanakennd.
  3. Minnka upplifun af skömm, sjálfsásökun og tilfinningu fyrir að vera ekki í lagi.
  4. Styrkja samkennd í eigin garð.
  5. Auka getu til að tempra áfallatengda líðan.
  6. Styrkja bjargráð.
  7. Auka færni til að mynda örugg sambönd.
  8. Styrkja upplifun af innri stjórn og valdeflingu.

Innihald funda:

  1. Áhrif áfalla – áfallastreituviðbrögð
  2. Öryggi og sjálfsumönnun
  3. Traust
  4. Að muna
  5. Skömm og sjálfsásökun
  6. Samkennd í eigin garð
  7. Reiði
  8. Sjálfsmynd – líkamsímynd
  9. Sambönd
  10. Að skilja fortíðina og bataferlið

Leiðbeinendur

Margrét Gunnarsdóttir, sálmeðferðarfræðingur MSc og sérfræðingur í geðsjúkraþjálfun með áfallameðferð sem sérsvið. Margrét hefur m.a. starfað hjá EMDR-stofunni, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem verktaki hjá Miðstöð foreldra og barna og sem sérfræðingur í starfsendurhæfingu hjá VIRK: https://www.graenahlid.is/margret

Harpa Katrín Gísladóttir, er með cand.psych. gráðu frá Háskóla Íslands. Hún hefur meðal annars sinnt meðferðarstarfi á Geðdeild Landsspítalans, hjá Sálfræðingum Höfðabakka, Heilsustofnun NLFÍ og Sálfræðiráðgjöfinni og Grænuhlíð. Auk þess hefur hún haldið ýmis námskeið: https://www.hugraekt.is

Verkefnisstjóri:

Kristín I. Pálsdóttir: MA: ritstjórn og útgáfufræðum, Prof. Cert. í Konur og vímuefni. Hún er meðhöfundur bókarinnar Implementing a gender approach in drug policies: prevention, treatment and criminal justice, A handbook for practitioners and decision makers, 2022, sem kom út á vegum Pompidou-hóps Evrópuráðsins og er aðgengileg hér.

Ef frekari upplýsinga er óskað er velkomið að hafa samband við Kristínu í netfangið kristin@rotin.is.

Hópurinn hittist ætíð á miðvikudögum kl. 15:00 til 16:15. Sjá dagsetningar hér fyrir neðan.

TímiDags.TímiDags.
1.1. október6.5. nóvember
2.8. október7.12. nóvember
3.15. október8.19. nóvember
4.22. október9. 26. nóvember
5.29. október10.3. desember

DEILA