Miðvikudaginn 24. nóvember hittist fagfólk í vímuefnameðferð og starfsfólk í úrræðum fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum í vinnustofu MARISSA-verkefnisins sem er tveggja ára samstarfsverkefni Grikkja, Eista og Íslendinga. Markmið þess er að styðja fagfólk sem vinnur með þolendum ofbeldis annars vegar og fagfólki sem vinnur með fólki sem glímir við vímuefnavanda hins vegar.
Markmiðið með vinnustofunni, sem haldinn var að Hallveigarstöðum, var að fá speglun frá fagfólki um notkun handbókar sem er lokaafurð verkefnisins og verður gefin út á íslensku á næsta ári og gerð aðgengileg á netinu. Handbókin heitir á ensku: Training Manual on Supporting Women Dealing with Co-occurring Victimization of Intimate Partner Violence and Problematic Substance Use: A Guide for Facilitators.
Leiðbeinendur í vinnustofunni voru Guðrún Sif Friðriksdóttir, verkefnisstjóri hjá RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, fræðslustjóri Rótarinnar og Kristín I. Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Rótarinnar.
Við þökkum þátttakendum fyrir gefandi og gagnlegan dag sem mun nýtast vel í verkefninu en þau komu frá Fíknigeðsviði Landspítala Háskólasjúkrahúss, Hlaðgerðarkoti, Janusi endurhæfingu, Konukoti, Kvennaathvarfi, Hlaðgerðarkoti, Bjarkarhlíð, Þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar, Heilshugar, Lausninni og SÁÁ.
Nánari upplýsingar um verkefnið: www.rotin.is/marissa-verkefnid.
Einnig er hægt er að fylgjast með MARISSA á Facebook-síðu verkefnisins.
Í verkefninu er skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á ofbeldi í nánum (e. Intimate Partner Violence – VIP) notuð: „ Ofbeldi í nánum samböndum er hver sú hegðun innan náins sambands sem veldur hinum sambandsaðilanum líkamlegum, sálrænum eða kynferðilegum skaða. Dæmi um slíka hegðun er rakin hér á eftir.
- Beiting líkamlegs ofbeldis, eins og að löðrunga, kýla, sparka og berja.
- Kynferðislegt ofbeldi, þar með talið þvinga til kynmaka
- og önnur kynferðisleg valdbeiting.
- Tilfinningaleg (sálræn) misnotkun, eins og móðganir, smánun, stöðug niðurlæging, ógnanir (t.d. með því að eyðileggja hluti), hótanir um meiðingar, hótanir um að taka börnin.
- Stjórnandi hegðun, þar með talið að einangra aðila frá fjölskyldu og vinum; vinnu, menntun eða heilbrigðisþjónustu.
Vímuefnavandi (e. Problematic Substance Use) er einnig skilgreindur í samræmi við skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem inniber „notkun hugbreytandi efna, þar með talið áfengis og ólöglegra vímuefna“. Notkun hugbreytandi efna getur leitt til hæðis sem allajafna felur í sér sterka löngun í til að nota vímuefni, erfiðleikar með að stjórna notkuninni, halda áfram að nota þrátt fyrir skaðlegar afleiðingar, vímuefnanotkun er í forgang fyrir annarri virkni og skuldbindingum, aukið þol og stundum líkamleg fráhvörf.
Samstarfsaðilar Rótarinnar í verkefninu eru:
Union of Women Association – Heraklion
University of Crete
University of Tartu
Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands – RIKK
Naiste Tugi- ja Teabekeskus – NGO Women’s Support and Information Center Tartu
#marissa, #IPVandSubstanceuse, #supportvictimsIPV, #SubstanceUseAwareness, #IPVawareness