Á næsta umræðukvöldi Rótarinnar, miðvikudaginn 9. október kl. 20:00-21:30, heldur gestur okkar Gabríela Bryndís Ernudóttir, sálfræðingur, erindi um samkenndarmiðaða nálgun við áföllum (e. Compassion focused therapy).
Meðferðin sameinar aðferðir annarra gagnreyndra sálfræðimeðferða og núvitundar, austurlenskrar heimspeki og nýjustu rannsókna á heilanum og þróun mannkyns. Samkenndarmiðuð nálgun við áföllum byggir að miklu leyti á fræðslu um mannlegt eðli út frá þróunarfræðilegu sjónarmiði. Að auki er mikið notast við hugleiðsluæfingar, þar sem rannsóknir sýna að hægt er að örva ákveðin svæði í heilanum með ímyndunaraflinu. Allir geta tileinkað sér samkennd, líka þeir sem eiga sögu um endurtekin áföll.
Gabríela lauk B.Sc. prófi í sálfræði við Háskóla Íslands árið 2009 og útskrifaðist með Cand. Psych. gráðu frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2013. Gabríela hefur einnig lokið diplómanámi í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2016. Gabríela starfar við sálfræðiþjónustu fullorðinna á Sálfræðistofu Reykjavíkur. Þar áður starfaði hún sem sálfræðingur í geðteymi fyrir fullorðna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og síðar á Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.
Umræðukvöld Rótarinnar eru öllum opin, boðið er upp á te og kaffi sem er fjármagnað með samskotum. Munið eftir klinkinu eða leggið inn á reikning Rótarinnar: Kt. 500513-0470, bankanr. 0101 -26-011472.
Viðburðurinn er á Facebook!
Umræðukvöldið er haldið í Kvennaheimilinu, Hallveigarstöðum, Túngötu 14.