Hinn 10. mars hittust tveir rýnihópar sem skipulagðir voru af Rótinni innan INTERACT-verkefnisins, sem styrk er af Félagsmálasjóði Evrópu (ESF+). INTERACT-verkefnið hefur það að markmiði að gera tillögur að innleiðingu áætlunar sem tekur á margþættum vanda heimilislausra kvenna sem lifa við ótryggar aðstæður, svo sem ofbeldi í nánum samböndum, geðrænan vanda og vímuefnavanda.
Rýnihóparnir voru hluti af hæfnihluta verkefnisins og höfðu það markmið að hefja gagnrýna umfjöllun um hvernig þjónusta við heimilislausar konur með sögu um kynbundið ofbeldi virkar í raun – konur sem glíma við flókin áföll, vímuefna- og geðheilsuvanda.
Aðalmarkmið rýnihópanna var að greina þjálfunarþarfir fagfólks og hagsmunaaðila á þessu sviði á Íslandi sem eru mikilvægt skref í átt að mótun viðeigandi og árangursríkrar þjálfunar innan ramma verkefnisins.
Meðal þátttakenda voru sérfræðingar, fræðafólk og fagfólk með þekkingu á heimilisleysi og kynjaáskorunum, framlínustarfsmenn úr þjónustu við heimilislaust fólk og fulltrúar úr tengdum stuðningskerfum.
Þær dýrmætu upplýsingar sem komu fram rýnihópunum verða jafnframt hluti af landsskýrslu um stöðuna hér á landi sem unnin er innan verkefnisins.
Rýnihóparnir reyndust gefandi og styrkjandi fyrir þátttakendur og þökkum við öllum sem tóku þátt – reynsla þeirra og rödd skipta sköpum í þróun betri þjónustu fyrir heimilislausar konur.










