0
Karfan þín

Nauðgun unglingsstúlkna. Niðurstöður rannsóknar á dómum Hæstaréttar

Á umræðukvöldi Rótarinnar miðvikudaginn 30. mars kemur til okkar Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Umræðukvöldið er frá  kl. 20 til 21.20  í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum.

Erindi Svölu nefnist „Nauðgun unglingsstúlkna. Niðurstöður rannsóknar á dómum Hæstaréttar“. Fjallar hún um dóma er lúta að gerendum brotanna, þolendum, brotavettvangi, tengslum aðila, ástandi geranda og þolenda á verknaðarstundu o.fl. Einnig verður fjallað um upplýsingar sem fram koma í málunum sem hvetja eða letja þolanda til að kæra.

Allir eru velkomnir á umræðukvöld Rótarinnar!

Boðið er upp á te og kaffi en við erum með samskot fyrir því svo komið endilega með klink í baukinn.

Viðburðurinn er á Facebook!

DEILA: