Félagskonum í Rótinni stendur nú til boða námskeið í núvitund (Mindfulness based relapse prevention) hjá Helenu Bragadóttur, hjúkrunarfræðingi á vímuefnasviði LSH og Láru Sif Lárusdóttur áfengis- og vímuefnaráðgjafa.
Námskeiðið er hluti af meistaraverkefni Helenu í geðhjúkrun þar sem hún skoðar áhrif núvitundariðkunar á einstaklinga sem hafa glímt við, eða eru að glíma við. áfengis- eða vímuefnafíkn. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og sérhannað fyrir fólk með fíknivanda. Kennt er í 7 vikur, kl. 17-19 á fimmtudögum, frá 15. febrúar til 29. mars. Athugið að námskeiðinu hefur verið seinkað um viku!
Farið verður þess á leit við hluta þátttakenda að gefa færi á 1-2 einstaklingsviðtölum um upplifun þeirra af námskeiðinu að því loknu. Rannsóknin verður kynnt betur á námskeiðinu.
Námskeiðið byggir á umfjöllun um efnið og hugleiðslu í tímum. Mælst er til þess að þátttakendur æfi sig í hugleiðslunni á milli tíma en ekki eru önnur heimaverkefni.
Lágmarksfjöldi er 12 og hámark 18 konur.
Kennt verður á Grensásvegi 8 í Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni.
Helena Bragadóttir hefur starfað á vímuefnasviði/geðsviði Landspítala frá 2009 og er nú í meistaranámi í geðhjúkrun með áherslu á núvitund í meðferð og er vanur leiðbeinandi í núvitund. Hún hefur farið á leiðbeinendanámskeið og þjálfun í núvitundarvinnu á Englandi og sótt mörg hlédrög og námskeið, bæði hér heima og erlendis.
Lára Sif Lárusdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi, starfar á Teigi, eftirmeðferðardeild fíknigeðdeildar á geðsviði Landspítala. Lára Sif hefur mikla reynslu af meðferðarvinnu og núvitundarkennslu í sínu starfi.
Vinsamlegast skráið þátttöku hér!
Nánari upplýsingar veitir Helena í tölvupósti helena@dao.is eða í síma 8220927.