0
Karfan þín

Afhjúpum ofbeldið – Umræðukvöld

Ella Kristín Karlsdóttir félagsráðgjafi og handleiðari verður gestur Rótarinnar miðvikudaginn 12. febrúar kl. 20 og ræðir um mikilvægi þess að ofbeldi sé afhjúpað. Hún fjallar um mismunandi tegundir ofbeldis og hvert þolendur þess geta leitað.

Ella Kristín á að baki 20 ára starfsferil í félagsþjónustunni og starfar nú sem deildarstjóri hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts en þar hefur hefur markvisst verið skimað eftir ofbeldi í nokkur ár.

Allir, konur og karlar, eru velkomnir á umræðukvöld Rótarinnar sem nú eins og fyrr er haldið að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík.

Boðið er upp á te og kaffi en við erum með samskot fyrir því svo komið endilega með klink í baukinn.

Viðburðurinn er á Facebook!

Búið er að skipuleggja dagskrá Rótarinnar á vormánuðum 2014 og má sjá hana á síðunni Á döfinni.

DEILA: