Aðalfundur Rótarinnar verður haldinn miðvikudaginn 15. maí kl. 17, í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík.
Þátttakendur eru vinsamlega beðnar að skrá sig á aðalfundinn hér.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins. Kosið verður í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir varafulltrúar í ráðið og skoðunarkona reikninga. Athygli er vakin á því að tillögur um lagabreytingar skal leggja fram til ráðs a.m.k. fimm dögum fyrir aðalfund, eða eigi síðar en 10. maí.
Dagskrá aðalfundur:
- Fundur settur.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
- Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og gengið til atkvæða um þá.
- Lagabreytingar
- Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð.
- Kosning á skoðunaraðila reikninga.
- Ákvörðun félagsgjalda.
- Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsár.
- Önnur mál.
Hefur þú áhuga á trúnaðarstörfum fyrir Rótina?
Við hvetjum áhugasamar félagskonur til að bjóða sig fram í ráð eða sem skoðunaraðila reikninga eða hér.
Frekari upplýsingar fást hjá Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu, í netfanginu kristin@rotin.is eða í síma 793-0090.
Markmið Rótarinnar eru:
a) Að vera málsvari kvenna og kvára sem eiga sögu um áföll og/eða vímuefnavanda og að beita sér fyrir mannréttindum og velferð þeirra.
b) Að beita sér fyrir faglegri stefnumótun sem hefur að leiðarljósi skaðaminnkun, mannréttindi og áfalla- og kynjamiðaða þjónustu.
c) Að stuðla að rannsóknum og beita sér fyrir öflun þekkingar, upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna um þessi málefni konum og kvárum til góða.
d) Að efla samstarf á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila og halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samráði við aðra.
e) Að reka Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg.
f) Trúnaður skal viðhafður um þá einstaklinga sem leita til samtakanna. Félagar, starfsfólk, sjálfboðaliðar, ráð Rótarinnar og þau sem dvelja í neyðarskýlinu eru bundin þagnarskyldu samkvæmt lögum félagsins. Þagnarskylda skal virt eftir að starfi eða dvöl í athvarfinu lýkur.