Aðalfundi Rótarinnar sem halda átti 5. maí kl. 20:00, í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14 hefur verið frestað og verður fljótlega tilkynnt hvenær hann verður haldinn.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins. Kosið verður í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir varafulltrúar í ráðið og skoðunarkona reikninga. Athygli er vakin á tillögum um lagabreytingar sem fylgja fundarboðinu en tillögur um lagabreytingar skal leggja fram til ráðs a.m.k. fimm dögum fyrir aðalfund.
Við hvetjum áhugasamar félagskonur til að bjóða sig fram í ráð eða vararáð með því að senda póst á netfangið rotin@rotin.is. Frekari upplýsingar hjá Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu, í sama netfangi eða í síma 793-0090.
Dagskrá aðalfundur:
- Fundur settur.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
- Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og gengið til atkvæða um þá.
- Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð.
- Kosning á skoðunaraðila reikninga.
- Ákvörðun félagsgjalda.
- Lagabreytingar
- Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsár.
- Önnur mál.
Tillögur um lagabreytingar skulu berast eigi síðar en 30. apríl 2021.
Viðburðurinn er á Facebook!
Samkvæmt takmörkunum á samkomuhaldi mega ekki fleiri koma saman en 20 manns frá 15. apríl til 6. maí. Ef fleiri mæta á fundinn verður honum því frestað en að öðru leyti verður farið að tilmælum um varúðarráðstafanir vegna Covid-19.
Tillögur um lagabreytingar:
Nafn félagsins 1. gr.
Tillaga um breytingu á 1. gr:
Núgildandi grein:
Félagið heitir Rótin – félag um konur, áföll og vímugjafa. Lögheimili og varnarþing þess eru í Reykjavík.
Verði svona:
Félagið heitir Rótin – félag um velferð og lífsgæði kvenna. Lögheimili og varnarþing þess eru í Reykjavík.
Markmið félagsins 2. gr.
Tillaga um breytingu á 2. gr.
Núgildandi grein:
Markmið Rótarinnar eru að halda uppi umræðu um konur, fíkn, áföll og ofbeldi og beita sér fyrir faglegri stefnumótun í málaflokknum. Félagið vill stuðla að því að konum standi til boða áfalla- og kynjamiðuð þjónusta og að komið sé á samstarfi á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila sem fást við vímuefnameðferð, ofbeldi og úrvinnslu áfalla. Félagið vill beita sér fyrir öflun upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna um þessi málefni konum til góða, og stuðla að rannsóknum á þessu sviði. Ennfremur að afla þekkingar, halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samráði við aðra, og efla umræður um fíknitengd málefni sem snerta konur sérstaklega.
Verði svona:
Markmið Rótarinnar eru að:
- vera málsvari kvenna sem eiga sögu um áföll og/eða vímuefnavanda og að beita sér fyrir aukinni velferð og lífsgæðum þeirra
- beita sér fyrir faglegri stefnumótun um skaðaminnkun, mannréttindi og samkenndarmiðaða nálgun og áfalla- og kynjamiðaða þjónustu.
- stuðla að rannsóknum og beita sér fyrir öflun upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna um þessi málefni konum til góða.
- efla samstarf á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila.
- afla þekkingar, halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samráði við aðra.
Ráð félagsins 6. gr.
Tillaga um breytingu á 6. gr.
Núgildandi grein:
Á aðalfundi er samþykkt starfsáætlun til eins árs. Á aðalfundi skulu kosnir níu félagar í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir þrír varafulltrúar í ráð félagsins. Ráðið hefur umboð til að álykta í nafni félagsins enda sé ályktunin í samræmi við grundvallarmarkmið þess. Ráði félagsins er heimilt að skipa hópa til starfa í nafni félagsins. Ráðið skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum. Skipaður skal ritari og gjaldkeri félagsins. Ráðið skal funda að minnsta kosti fjórum sinnum á ári eða oftar ef þurfa þykir. Fundurinn er atkvæðisbær ef meirihluti ráðsins mætir. Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi;
- Fundur settur.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
- Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og gengið til atkvæða um þá.
- Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð.
- Kosning á skoðunaraðila reikninga.
- Ákvörðun félagsgjalda.
- Lagabreytingar
- Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsár.
- Önnur mál.
Verði svona:
Á aðalfundi er samþykkt starfsáætlun til eins árs. Á aðalfundi skulu kosnir níu félagar í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir þrír varafulltrúar í ráð félagsins. Ráðið hefur umboð til að álykta í nafni félagsins enda sé ályktunin í samræmi við grundvallarmarkmið þess. Ráði félagsins er heimilt að skipa hópa til starfa í nafni félagsins. Ráðið skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum. Skipaðar skulu talskona, ritari og gjaldkeri félagsins. Talskona, ritari, gjaldkeri og/eða starfskona mynda framkvæmdaráð ráðsins. Ráð Rótarinnar samþykkir verkefni og umboð framkvæmdaráðsins. Ráðið skal funda að minnsta kosti fjórum sinnum á ári eða oftar ef þurfa þykir. Fundurinn er atkvæðisbær ef meirihluti ráðsins mætir. Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi;
- Fundur settur.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
- Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og gengið til atkvæða um þá.
- Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð.
- Kosning á skoðunaraðila reikninga.
- Ákvörðun félagsgjalda.
- Lagabreytingar
- Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsár.
- Önnur mál.
- gr. Reikningsár félagsins
Núgildandi grein:
Reikningsár félagsins er 1. maí til 30.apríl. Á aðalfundi skal kjósa einn skoðunaraðila reikninga. Ráð félagsins leggur fram tillögu um félagsgjöld á aðalfundi félagsins.
Verði svona:
Reikningsár félagsins er 1. janúar til 31. desember. Á aðalfundi skal kjósa einn skoðunaraðila reikninga. Ráð félagsins leggur fram tillögu um félagsgjöld á aðalfundi félagsins.