Erindi til siðanefndar Læknafélags Íslands

Erindi til siðanefndar Læknafélags Íslands

28. apríl 2016

Rótin hefur sent erindi til siðanefndar Læknafélags Íslands vegna ummæla geðlæknis í fjölmiðlum:

„Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, óskar eftir áliti siðanefndar Læknafélags Íslands á því hvort ummæli Óttars Guðmundssonar, í viðtali við Fréttablaðið 22. apríl, 2016, samræmist þeirri ábyrgð gagnvart einstaklingum og samfélagi sem fylgir starfi læknis samkvæmt siðareglum Læknafélags Íslands. Við horfum þá sérstaklega til III. kafla í Codex Ethicus LÍ.

Viðtalið nefnist „Enginn má lenda í neinu“ (sjá: http://www.visir.is/enginn-ma-lenda-i-neinu/article/2016160429698). Mörg ummæli þess grafa undan fórnarlömbum ofbeldis, gera lítið úr áhrifum kynferðisofbeldis á þolendur og skilgreiningarvaldi þeirra á ofbeldi sem þeir verða fyrir, ásamt því að gera lítið úr meðferð við áföllum. (more…)