
Rótin er þátttakandi í INTERACT-verkefninu sem hefur það að markmiði að gera tillögur að innleiðingu áætlunar sem tekur á margþættum vanda heimilislausra kvenna sem lifa við ótryggar aðstæður, svo sem ofbeldi í nánum samböndum, geðrænan vanda og vímuefnavanda.
Verkefnið, sem er til þriggja ára, miðar þannig að því að kortleggja aðstæður heimilislausra kvenna í hverju þátttökuríki og setja fram tillögur að aðgerðum svo bæta megi aðstæður og þjónustu við heimilislausar konur með fjölþættan vanda í þeim löndum sem aðild eiga að verkefninu.
Rótin og RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, fyrir hönd Háskóla Íslands eru íslensku þátttakendurnir í verkefninu en auk þeirra eru Grikkland, Ítalía, Þýskaland, Portúgal og Rúmenía aðilar að verkefninu. Interact-verkefnið er styrkt af Félagsmálasjóði Evrópu (ESF+).
Fréttastreymi verkefnið má nálgast hér.
INTERACT – verkefnið
INTERACT – Intersectional Approach to Combating Homelessness for Women – er Evrópuverkefni sem styrkt er af Félagsmálasjóði Evrópu+ (EFS+) í flokki félagslegrar nýbreytni til að berjast gegn heimilisleysi (ESF-2023-HOMELESS). Verkefnið er til þriggja ára og hófst í október 2024.
INTERACT-verkefnið hefur það að markmiði að gera tillögur að aðgerðaáætlun sem tekur á margþættum vanda heimilislausra kvenna sem lifa við ótryggar aðstæður, svo sem ofbeldi í nánum samböndum, geðrænan vanda og vímuefnavanda.
Verkefnið miðar að því að kortleggja aðstæður heimilislausra kvenna í hverju þátttökuríki og setja fram tillögur að aðgerðum svo bæta megi aðstæður og þjónustu við heimilislausar konur með fjölþættan vanda í þeim löndum sem aðild eiga að verkefninu.
Rótin og RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum, fyrir hönd Háskóla Íslands, eru íslensku þátttakendurnir í verkefninu en auk þeirra eru þátttakendur frá Grikklandi, Ítalíu, Þýskalandi, Portúgal og Rúmeníu aðilar að verkefninu.
Markmið
INTERACT-verkefnið miðar að því að:
- Bjóða upp á sjálfbærar lausnir: Þróa þverfaglegt stuðningsnet sem stuðlar að jákvæðum breytingum fyrir konur í viðkvæmri stöðu.
- Stuðla að áfallamiðaðri nálgun: Tryggja að þjónusta sé næm fyrir fjölbreyttri og oft áfallatengdri reynslu kvenna.
- Auka skilning á samtvinnun mismunabreyta: Fjalla um samtvinnun heimilisleysis, vímuefnavanda, heimilisofbeldis og geðheilbrigðisvanda.
- Koma í veg fyrir heimilisleysi: Innleiða árangursríkar stuðningsleiðir til að draga úr hættu á ofbeldi og félagslegri útilokun.
Markhópar
Verkefnið beinist að:
- Konum sem upplifa heimilisleysi eða búa við ótryggar aðstæður.
- Hagsmunaaðilum sem starfa á sviði heimilisleysis, vímuefnamála, heimilisofbeldis og félagslegrar þjónustu.
- Ákvörðunartökuaðilum í félagsmálastefnu.
- Almennum borgurum sem óbeinum markhópi.
Væntanlegar niðurstöður
Ath. að tölur fyrir öll þátttökulönd, samtals.
- Íhlutunarlíkan: Þróa og prófa íhlutunarlíkan byggt á samtvinnun mismunabreyta.
- Þátttaka í áætlun: Auka fjölda kvenna sem hefja þátttöku (markmið: 400) og ljúka áætluninni (markmið: 200).
- Þjálfunarefni: Hanna fræðsluefni um samtvinnun, áfallamiðaða nálgun, skaðaminnkun og samstarf milli stofnana.
- Hæfniuppbygging: Þjálfa allt að 300 fagaðila á viðkomandi sviðum verkefnisins.
- Samstarf hagsmunaaðila: Virkja 60 hagsmunasamtök eða stofnanir til þátttöku.
- Hagsmunagæsla og miðlun: Nálgast um 10.000 manns með fræðslu- og kynningarstarfi og halda 60 fundi um stefnumótun og hagsmunagæslu.
- Stefnumótunartillögur: Safna lærdómi úr verkefninu til að styðja við tillögur um stefnumótun.
Þátttakendur í verkefninu
- Union of Women Associations of Heraklion Prefecture stýrir verkefninu.
Aðrir samstarfsaðilar eru:
- Krítarhérað, þ.e. svæðisstjórn eða sýsla, Kriti (Perifereia)
- Dimos Palaio Faliro eða bæjarfélagið Palaio Faliro sem er suður af Aþenu
- Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum – RIKK – við Háskóla Íslands
- Rótin, félagasamtök
- Mondo Donna Onlus, félagasamtök í Bologna á Ítalíu, sem vinna að því að styðja konur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi, hýsa konur á flótta og fjölskyldur þeirra og styðja berskjaldað/varnarlaust fólk.
- Hochschule für Technik, Wirtschaft und Kultur Leipzig. Leipzig University of Applied Sciences
- Ares do Pinhal, félagasamtök í Portúgal sem reka fjölþætta starfsemi fyrir fólk með vímuefnavanda og heimilislaust fólk.
- Félags- og heilbrigðisstofnun Cluj-Napoca í Rúmeníu
Eftirfarandi aðilar tengjast verkefninu:
- Bologna-borg sem er tengd félagsasamtökunum Mondo Donna Onlus
- Félagasamtökin Società Dolce (Cooperativa Sociale Società Dolce Società Cooperativa), sem líka tengjast Mondo Donna Onlus
Eftirfarandi aðilar eru samstarfsaðilar:
- EMILIA ROMAGNA-sýsla á Ítalíu
- The National Association of Italian Municipalities – Emilia-Romana (Associazione Nazionale Comuni Italiani Emilia Romagna (ANCI ER)
- Heilsugæslan í Bologna (eða svæðisbundin heilbrigðisþjónusta) Azienda Unita’ Sanitaria Locale di Bologna (IRCCS Istitito Delle Scienze Neurologiche)
- Bologna-borg á Ítalíu
- Bologna-sýsla á Ítalíu
- Lissabon-borg í Portúgal
Fjárhagsáætlun
Heildarfjárhæð INTERACT-verkefnisins er €4.330.843, þar af hámarks styrkur ESB €3.897.759 (90%).
Nánari upplýsingar
Hafa má samband við verkefnastjóra í tölvupósti
- Verkefnisstjórn INTERACT-verkefnisins: projects@kakopoiisi.gr
- Verkefnisstjóri RIKK og á Íslandi, Kristín A. Hjálmarsdóttir: kristinhjalmars@hi.is
- Verkefnisstjóri Rótarinnar: Kristín I. Pálsdóttir: kristin@rotin.is