Rótin er þátttakandi í INTERACT-verkefninu sem hefur það að markmiði að gera tillögur að innleiðingu áætlunar sem tekur á margþættum vanda heimilislausra kvenna sem lifa við ótryggar aðstæður, svo sem ofbeldi í nánum samböndum, geðrænan vanda og vímuefnavanda.
Verkefnið, sem er til þriggja ára, miðar þannig að því að kortleggja aðstæður heimilislausra kvenna í hverju þátttökuríki og setja fram tillögur að aðgerðum svo bæta megi aðstæður og þjónustu við heimilislausar konur með fjölþættan vanda í þeim löndum sem aðild eiga að verkefninu.
Rótin og RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, fyrir hönd Háskóla Íslands eru íslensku þátttakendurnir í verkefninu en auk þeirra eru Grikkland, Ítalía, Þýskaland, Portúgal og Rúmenía aðilar að verkefninu. Interact-verkefnið er styrkt af Félagsmálasjóði Evrópu (ESF+).
-
Fréttatilkynning – INTERACT
Landsskýrsla INTERACT-verkefnisins varpar ljósi á helstu gloppur og tækifæri í málaflokki heimilislausra kvenna. Verkefnisnúmer: 101172611 — INTERACT — ESF-2023-HOMELESS Verkefnið Intersectional Approach to Combating Homelessness for Women (INTERACT) birti nýverið […]
-
Rýnihópar um heimilisleysi kvenna
Hinn 10. mars hittust tveir rýnihópar sem skipulagðir voru af Rótinni innan INTERACT-verkefnisins, sem styrk er af Félagsmálasjóði Evrópu (ESF+). INTERACT-verkefnið hefur það að markmiði að gera tillögur að innleiðingu áætlunar […]
-
Interact – Evrópuverkefni
Rótin er þátttakandi í INTERACT-verkefninu sem hefur það að markmiði að gera tillögur að innleiðingu áætlunar sem tekur á margþættum vanda heimilislausra kvenna sem lifa við ótryggar aðstæður, svo sem ofbeldi í nánum samböndum, […]
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér og svo er hægt að fylgjast með á samfélagsmiðlum:
INTERACT Linkedin ❙ INTERACT Facebook ❙ INTERACT Instagram
Hafa má samband við verkefnastjóra í tölvupósti
- Verkefnisstjórn INTERACT-verkefnisins: projects@kakopoiisi.gr
- Verkefnisstjóri RIKK og á Íslandi, Kristín A. Hjálmarsdóttir: kristinhjalmars@hi.is
- Verkefnisstjóri Rótarinnar: Kristín I. Pálsdóttir: kristin@rotin.is
