0
Karfan þín

Mannréttindamiðuð nálgun

Categories: Heimilisleysi, Konur
Wishlist Share
Share Course
Page Link
Share On Social Media

About Course

Velkomin á námskeiðið Mannréttindamiðuð nálgun í vinnu með konum. Þau sem starfa með konum með flóknar þjónustuþarfir, s.s. heimilislausum konum, ættu að hafa gagn af efninu.

Á námskeiðinu er horft til þeirrar mannréttindamiðuðu þekkingar og hugmyndafræði sem Rótin hefur tileinkað sér í sínu starfi og þjónustu.

Þeir efnisþættir sem fjallað er um eru mannréttindi og skaðaminnkun, áfalla- og kynjamiðuð nálgun, kynjafræði, berskjöldun, vald, ógn merking-líkanið og þjónandi leiðsögn.

Námskeiðið er sex fyrirlestrar og er hverjum þeirra skipt í þrjá hluta, það er að segja, þrjár myndbandsklippur. Því er alls um að ræða 18 hluta, sem eru í kringum 10-15 mínútur hver. Alls er fyrirlestrarnir rúmlega þrjár og hálf klukkustund.

Athugið að það þarf að skrolla aðeins niður til að sjá myndböndin þegar búið er að opna hvern efnishluta.

Í lok hvers hluta eru settar fram spurningar til íhugunar um efnið sem hægt er að svara inni í námskeiðsviðmótinu.

Rótin fer yfir svör síns starfsfólks, en ekki annarra. Öllum er þó velkomið að svara spurningunum inni í viðmótinu sér til gagns.

Námskeiðið er öllum opið án endurgjalds en ekki eru veitt vottorð um þátttöku.

Rótin þakkar Lýðheilsusjóði fyrir styrk sem gerði verkefnið að veruleka.

Ósk okkar er að efnið komi að gagni og skapi umræður.

Takk fyrir að taka þátt!

Show More

What Will You Learn?

  • Á námskeiðinu er horft til þeirrar þekkingar og hugmyndakerfa sem liggja að baki þeirri mannréttindamiðuðu nálgun sem Rótin byggir starf sitt fyrir konur og kvár á.
  • Fjallað er um mannréttindi og skaðaminnkun, áfalla- og kynjamiðaða nálgun, kynjafræði, berskjöldun, vald, ógn merking-líkanið og þjónandi leiðsögn.
  • Mannréttindi og skaðaminnkun - Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir, MHLP, BScN hjúkrunarfr.
  • I. hluti – Samfélagið og áhrifaþættir – 11:12 mín.
  • II. hluti – Hvað er skaðaminnkun? – 10:25 mín.
  • III. hluti – Hvernig beitum við skaðaminnkun? – 8:53
  • Áfalla- og kynjamiðuð nálgun – Kristín I. Pálsdóttir, Prof. Cert. konur og vímuefni
  • I. hluti – Ágrip af sögu áfallafræðanna – 15:28 mín.
  • II. hluti – ACE-rannsóknin og áfallaferlið – 13:14 mín.
  • III. hluti – Áföll og kynjamismunur – 15:16 mín.
  • Kyn skiptir máli - Kolbrún Kolbeinsdóttir, kennari og kynjafræðingur
  • I hluti: Kynja- og jafnréttisfræði 101  – 8:37 mín.  
  • II hluti: Jafnréttisparadísin Ísland – 8:57 mín.
  • III hluti: Konukot og konurnar – 10:38 mín.
  • Berskjöldun – Nanna Hlín Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun HÍ
  • I. hluti – Manneskjan og kerfið – 16:26 mín.
  • II. hluti – Nýr mannskilningur – 15:09 mín.
  • III. hluti – Langvinn veikindi og berskjöldun – 17:26 mín.
  • Vald, ógn, merking-líkanið - Helga Baldvins Bjargardóttir, þroskaþjálfi, lögmaður, aðjúnkt HÍ
  • I. hluti – Læknisfræðilega sjónarhornið á fólk – 8:59 mín.
  • II. hluti – Heildræn áfallamiðuð nálgun – 12:44 mín.
  • III. hluti – Hvað kom fyrir þig? – Heildræn nálgun – 12:29 mín.
  • Þjónandi leiðsögn – Halldóra R. Guðmundsdóttir, BS í sálfræði og forstöðukona í Konukoti
  • I. hluti – Hvað er þjónandi leiðsögn? – 7:64 mín.
  • II. hluti – Verkfæri og áskoranir – 16:40 mín.
  • III. hluti – Samskipti og mannúð – 9:39 mín.

Course Content

Mannréttindi og skaðaminnkun
Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir, MHLP, BScN hjúkrunarfræðingur fjallar um: I. hluti – Samfélagið og áhrifaþættir – 11:12 mín. II. hluti – Hvað er skaðaminnkun? – 10:25 mín. III. hluti – Hvernig beitum við skaðaminnkun? – 8:53

Áfalla- og kynjamiðuð nálgun
Kristín I. Pálsdóttir, fjallar um: I. hluti – Ágrip af sögu áfallafræðanna – 15:28 mín. II. hluti – ACE-rannsóknin og áfallaferlið – 13:14 mín. III. hluti – Áföll og kynjamismunur – 15:16 mín.

Berskjöldun
Nanna Hlín Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun HÍ fjallar um berskjöldun. I. hluti – Manneskjan og kerfið – 16:26 mín. II. hluti – Nýr mannskilningur – 15:09 mín. III. hluti – Langvinn veikindi og berskjöldun – 17:26 mín.

Að vinna gegn læknisfræðilega sjónarhorninu með Vald ógn merking-líkaninu
Helga Baldvins Bjargardóttir, þroskaþjálfi, lögmaður, aðjúnkt við Háskóla Íslands fjallar um vald, ógn, merking-líkanið sem var sett fram sem mótvægi við sjúkdómsvæðingu og í samræmi við þá áfallaþekkingu sem nú er viðurkennd og þar með áhrif áfalla á heilsufar, þróun vímuefnavanda og önnur skaðleg bjargráð. o I. hluti – Læknisfræðilega sjónarhornið á fólk – 8:59 mín. o II. hluti – Heildræn áfallamiðuð nálgun – 12:44 mín. o III. hluti – Hvað kom fyrir þig? – 12:29 mín.

Þjónandi leiðsögn
Halldóra R. Guðmundsdóttir, BS í sálfræði og forstöðukona í Konukoti fjallar um þjónandi leiðsögn og hvernig hún nýtist í vinnu með heimilislausum konum og í annarri þjónustu. I. hluti – Hvað er þjónandi leiðsögn? – 7:64 mín. II. hluti – Verkfæri og áskoranir – 16:40 mín. III. hluti – Samskipti og mannúð – 9:39 mín.

Student Ratings & Reviews

No Review Yet
No Review Yet