About Course
Velkomin á námskeiðið Mannréttindamiðuð nálgun í vinnu með konum. Þau sem starfa með konum með flóknar þjónustuþarfir, s.s. heimilislausum konum, ættu að hafa gagn af efninu.
Á námskeiðinu er horft til þeirrar mannréttindamiðuðu þekkingar og hugmyndafræði sem Rótin hefur tileinkað sér í sínu starfi og þjónustu.
Þeir efnisþættir sem fjallað er um eru mannréttindi og skaðaminnkun, áfalla- og kynjamiðuð nálgun, kynjafræði, berskjöldun, vald, ógn merking-líkanið og þjónandi leiðsögn.
Námskeiðið er sex fyrirlestrar og er hverjum þeirra skipt í þrjá hluta, það er að segja, þrjár myndbandsklippur. Því er alls um að ræða 18 hluta, sem eru í kringum 10-15 mínútur hver. Alls er fyrirlestrarnir rúmlega þrjár og hálf klukkustund.
Athugið að það þarf að skrolla aðeins niður til að sjá myndböndin þegar búið er að opna hvern efnishluta.
Í lok hvers hluta eru settar fram spurningar til íhugunar um efnið sem hægt er að svara inni í námskeiðsviðmótinu.
Rótin fer yfir svör síns starfsfólks, en ekki annarra. Öllum er þó velkomið að svara spurningunum inni í viðmótinu sér til gagns.
Námskeiðið er öllum opið án endurgjalds en ekki eru veitt vottorð um þátttöku.
Rótin þakkar Lýðheilsusjóði fyrir styrk sem gerði verkefnið að veruleka.
Ósk okkar er að efnið komi að gagni og skapi umræður.
Takk fyrir að taka þátt!