Vor 2013

8. mars – Stofnfundur Rótarinnar að Hallveigarstöðum.

16. apríl — Áföll, fíknir, afleiðingar og bati – Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur og Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur. Valdís Ösp er með BA-próf í guðfræði og MA-próf í fíknifræðum (Addiction Studies) frá Hazelden í Bandaríkjunum. Vigfús er guðfræðingur og með framhaldsnám í sálgæslufræðum (MTh. Pastoral Care and Counseling).

28. maí — Skömm og sekt – Sólveig Anna Bóasdóttir dósent í guðfræðilegri siðfræði flutti erindi um skömmina. Hún fjallaði um tvær siðferðilegar tilfinningar, skömm og sekt, og velti fyrir sér bæði skyldleika þeirra og mismun. Hvers eðlis eru þessar tilfinningar, góðar eða slæmar, æskilegar eða óæskilegar, er hægt að skila skömm – af hverju er talað um það?

Share This