0
Karfan þín

Áfallameðferð í litlum hópi fyrir konur sem hefst 3. mars og lýkur 12. maí.

Áfall getur verið afmörkuð erfið reynsla sem veldur áfallastreitu (PTSD)  eða endurtekin, viðvarandi erfið reynsla, oftast í æsku, sem veldur flókinni áfallastreitu (e. complex PTSD).

Áfallastreita lýsir sér meðal annars með kvíðaeinkennum, endurliti (e. flashback) og forðun. Flókinni áfallastreitu fylgja einnig neikvæð áhrif á sjálfsmynd, erfiðleikar með tilfinningastjórnun og áskoranir í samböndum við annað fólk.

Áfallameðferð er gjarnan skipt í þrjú stig, þar sem fyrsta stigið er að byggja upp skilning, stöðugleika og þol fyrir erfiðum tilfinningum, annað stigið snýst meira um beina úrvinnslu áfalla og þriðja stigið er að melta reynslu og aðlaga árangur meðferðar að daglegu lífi.

Hér er um að ræða fyrsta stig áfallameðferðar sem snýst um að skilja betur áhrif áfalla og erfiðrar reynslu á daglegt líf og byggja upp innri stöðugleika og jafnvægi.

Almenn markmið:

  1. Auka skilning á áhrifum áfalla/áfalls
  2. Draga úr upplifun á einangrun og einmanakennd.
  3. Minnka upplifun af skömm, sjálfsásökun og tilfinningu fyrir að vera ekki í lagi.
  4. Styrkja samkennd í eigin garð.
  5. Auka getu til að tempra áfallatengda líðan.
  6. Styrkja bjargráð.
  7. Auka færni til að mynda örugg sambönd.
  8. Styrkja upplifun af innri stjórn og valdeflingu.

Innihald funda:

  1. Áhrif áfalla – áfallastreituviðbrögð
  2. Öryggi og sjálfsumönnun
  3. Traust
  4. Að muna
  5. Skömm og sjálfsásökun
  6. Samkennd í eigin garð
  7. Reiði
  8. Sjálfsmynd – líkamsímynd
  9. Sambönd
  10. Að skilja fortíðina og bataferlið

Meðferðin byggir á gagnreyndu námskeiði sem þróað hefur verið af dr. Judith Herman, dr. Diya Kallivayalil og samstarfsteymi við Victims of Violence Program við Cambridge Health Alliance.

Tímasetning: Mánudagar kl. 15:30 til 16:30
Tímabil: 3. mars til 12. maí -10 skipti
Skráning: Fyrir 17. febrúar
Verð 36.000 kr.
Leiðbeinendur: Margrét Gunnarsdóttir og Harpa Katrín Gísladóttir

Reviews

Það eru engar umsagnir.

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Áfallanámskeið fyrir konur – Grunnur”