Ástæður fjölskylduslita geta verið margvíslegar. Til dæmis geta þau orðið í kjölfar þess að konur opna umræðu um ofbeldi í skjóli fjölskyldu, hvort heldur er í kjölfar sifjaspells, kynferðisofbeldis, líkamlegs eða andlegs ofbeldis. Fjölskylduslit geta orðið að frumkvæði þolenda eða vegna útilokunar.

Námskeiðið er þróað innan Rótarinnar.

Fyrir hverjar

Námskeiðið er fyrir konur sem hafa upplifað fjölskylduslit. Skráning fer fram hér!

Markmið

Markmið námskeiðsins er að konur sem hafa upplifað fjölskylduslit finni fyrir þeim krafti sem býr innra með þeim og stuðningi hver frá annarri til þess, m. a., að létta á skömm og sektarkennd og að þátttakendur öðlist betri þekkingu og skilning á aðstæðum sínum.

Aðferð

Námskeiðið byggir annars vegar á fræðilegum kenningum og rannsóknum og hins vegar á reynslu þátttakenda í ljósi fræðanna. Farið verður yfir sögu þátttakenda, eins og hver og ein er tilbúin að segja frá. Rætt verður um afleiðingar þess að hafa orðið fyrir ofbeldi í skjóli fjölskyldu, og annarra sem við treystum, skömm og sektarkennd og um hver upplifun þátttakenda er af höfnun af hendi fjölskyldumeðlima. Fjallað um fyrirgefningarhugtakið en stundum er krafan um fyrirgefningu notuð til að stjórna þolendum. Seigla þátttakenda og styrkur eru kortlögð og fjallað um leiðina til bata að tilgangsríku lífi í sátt við okkur sjálfar. Að lokum deila þátttakendur með sér ýmsum hagnýtum leiðum til að takast á við það að vera ekki í tengslum við fjölskyldumeðlimi og hvernig hægt er að taka sér pláss án þess að misbjóða sjálfri sér. Í lok hvers tíma er heimaverkefni kynnt sem mælt er með að þátttakendur vinni til að fá sem mest út úr námskeiðinu.

Skipulag

Námskeiðið er fimm skipti, 90 mínútur í senn, og hefst 4. nóvember og lýkur 13. janúar.

Umfjöllunarefni:

  1. Sögurnar okkar
  2. Flóknar tilfinningar í kjölfar fjölskylduslita; sektarkennd, skömm, höfnun, svik, sorg, léttir
  3. Fyrirgefning og reiði
  4. Seigla okkar og styrkur. Framhaldið.
  5. Að taka sér pláss. Hagnýtar leiðir til að takast á við það að vera ekki í tengslum við fjölskyldumeðlimi.

Leiðbeinendur og verkefnisstjórn 

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Guuðrún Ebba Ólafsdóttir og Katrín G. Alfreðsdóttir. Verkefnisstjóri er Kristín I. Pálsdóttir. Sjá nánar.

Verð

30.000 kr.

Hvenær

Námskeiðið hefst 4. nóvember 2019 og því lýkur 13. janúar 2020.

Dagsetningar, mánudagar kl. 17.15-18.45.

Tími Dagsetning
1 4. nóvember
2 11. nóvember
3 18. nóvember
4 25. nóvember
5 13. janúar

Hámarksfjöldi er 8 þátttakendur.

Þátttakendur eru hvattir til að sækja fundi í Rótarhópnum á miðvikudögum kl. 19.15 að loknu námskeiðinu.

Ath! Fimmti tíminn frá vornámskeiði 2019 verður mánudaginn 2. september kl. 17.15-18.45

Share This