Umræðukvöld
 

Rótin stendur að umræðukvöldum þar sem fyrirlesari hefur framsögu um efni sem tengist viðfangsefnum félagsins.
Umræðukvöld eru haldin í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum. Boðið er upp á kaffi og te.

 

 

Rótin stendur að umræðukvöldum þar sem fyrirlesari hefur framsögu um efni sem tengist viðfangsefnum félagsins.
Umræðukvöld eru haldin í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum. Boðið er upp á kaffi og te.

14. nóvember 2022, kl. 17:30-19:00, er umræðukvöld um reynslu kvenna sem voru vistaðar í Varpholti og á Laugalandi á tímabilinu 1997-2007.

Sjá nánar. 

Konur finna styrk sinn

Á námskeiðinu Konur finna styrk sinn er lögð áhersla á að vinna með rætur vímuefnavanda og annað andstreymi í lífi kvenna. Unnið er út frá því að vímuefnanotkun sé ekki einangrað vandamál heldur eigi sér m.a. rætur í áföllum. Tekið er á þeim fjölþætta vanda sem konur með sögu um vímuefnavanda glíma við. Unnið er með efni úr smiðju dr. Stephanie Covington sem er frumkvöðull í vinnu með vímuefnavanda kvenna með áfallasögu. Á milli tíma er verkefnavinna sem þátttakendur eru hvattar til að vinna svo að þær fái sem mest út úr námskeiðinu. Þátttakendur fá veglega vinnubók.

Fyrir hverjar

Námskeiðið er ætlað konum sem eiga sögu um vímuefnavanda, jafnt konum sem hafa ekki notað vímuefni í langan tíma sem og konum sem eru að hefja vinnu við að bæta lífsgæði sín. Hámarksfjöldi er 8 þátttakendur.

Skráning

Skráning 

Markmið

Markmið námskeiðsins er að konur auki lífsgæði sín og öðlist aukna sjálfsþekkingu sem einstaklingar en skilgreini sig ekki í gegnum sambönd eða stöðu sína. Einnig að þær átti sig á styrkleikum sínum og geti byggt framtíð sína og betra líf á þeim.

Innihald

Aðaláherslan er á fjóra þætti: Sjálfsmynd, samskipti, kynverund og andlega heilsu. Innan þessara þátta eru undirflokkar þar sem farið er ítarlega í atriði sem eru mikilvæg til að auka lífsgæði og kynntar nýjar aðferðir sem stuðla að þeim. Spurt er hvað kom fyrir konurnar í stað þess að spyrja hvað sé að þeim, hvernig þær komust af og til hvaða bjargráða hver og ein þeirra greip.

Hvenær 

Námskeiðið verður auglýst þegar það er haldið næst

Verð

Ákveðið síðar

Skipulag

Alls er um að ræða 10 skipti, hvert skipti er 90 mínútur.

Dagsetningar

Tími Dagsetning Tími Dagsetning
1   6  
2      
3   8  
4   9  
5   10  

Hámarksfjöldi er 8 þátttakendur.

Í leiðsagnarhópnum Konur finna styrk sinn er lögð áhersla á að vinna með rætur vímuefnavanda og annað andstreymi í lífi kvenna. Unnið er út frá því að vímuefnanotkun sé ekki einangrað vandamál heldur eigi sér m.a. rætur í áföllum og tekið er á þeim fjölþætta vanda sem konur með sögu um vímuefnavanda standa frammi fyrir.

Skráning

Áföll – Leiðir til bata

Námskeiðið styður konur í að vinna úr afleiðingum áfalla. Athyglinni er beint að þeim áföllum sem konur eru í mestri hættu á að verða fyrir eins og kynferðisofbeldi, ofbeldi í nánum samböndum og öðru ofbeldi á milli tengdra aðila. Kennd eru bjargráð sem nýtast við úrvinnslu áfalla almennt. Námskeiðið er kynjamiðað og byggt er á styrkleikanálgun. Það er þróað af dr. Stephanie Covington og heitir á ensku Healing Trauma. Þátttakendur fá veglegt verkefnahefti. Á milli tíma er verkefnavinna sem konurnar eru hvattar til að vinna svo að þær fái sem mest út úr námskeiðinu.

Fyrir hverjar

Námskeið er fyrir konur sem glíma við afleiðingar áfalla. Námskeiðið hentar sérstakleg vel konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.

Skráning

Skráning

Markmið

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti náð sér af afleiðingum áfalla, að þær finni fyrir þeim krafti sem býr innra með þeim og veiti hverri annarri m.a. stuðning til þess að létta á skömm og sektarkennd.

Aðferð

Námskeiðið skiptist í átta hluta þar sem m.a. er fjallað um vald og valdbeitingu, áfallaferlið, sjálfsumhyggju, ACE-spurningalistann, reiði og heilbrigð sambönd.

Skipulag

Námskeiðið er í sex skipti í í þrjá í senn.  Hámarksfjöldi er 8 þátttakendur.

Dagsetningar – Helgarnámskeið í nóvember

Tími Dagsetning Tími Dagsetning
1   3  
2      

Hámarksfjöldi eru 8.

Áföll – leiðir til bata er námskeið þar sem athyglinni er beint að þeim áföllum sem konur eru í mestri hættu á að verða fyrir eins og kynferðisofbeldi, ofbeldi í nánum samböndum og öðru ofbeldi á milli tengdra aðila. Námskeiðið er kynjamiðað og byggt er á styrkleikanálgun. Þátttaka í námskeiðinu styður konur í að vinna úr afleiðingum áfalla. Kennd eru bjargráð sem nýtast við úrvinnslu áfalla almennt. Þátttakendur fá veglegt verkefnahefti.

Skráning.

Karlar og áföll

Námskeiðið Karlar og áföll – leiðir til bata er áfallainngrip fyrir karla sem hafa orðið fyrir ofbeldi af einhverju tagi, meðvituðu og ómeðvituðu. Námskeiðinu er ætlað að styðja þá á leið til bata, í gegnum aukinn skilning á afleiðingum áfalla, og til að finna leiðir til halda áfram að þroskast, byggja upp seiglu, öðlast meiri lífsánægju og að eiga í innilegri og innihaldsríkari samböndum. Námskeiðið heitir Exploring Trauma á ensku og höfundar þess eru Dr. Stephanie Covington og Roberto A. Rodriquez. Guðrún Ebba Ólafsdóttir þýddi námskeiðið og hefur þróað það í ljósi reynslunnar á Íslandi. Hún er jafnframt leiðbeinandi á námskeiðinu.

Efnisþættir sem unnið er með á námskeiðinu eru:
  1. Hvað eru áföll?
  2. Áföllin skoðuð nánar, ACE listinn, þegar áföllin okkar meiða aðra.
  3. Hugsa, finna, framkvæma.
  4. Handan við sektarkennd, skömm og reiði.
  5. Heilbrigð sambönd.
  6. Ástin, kærleikurinn og lok námskeiðsins.

Mikil áhersla er á að skapa andrúmsloft sem byggir á trausti og einlægni. Áhersla er á þrjú lykilatriði: skilning á hvað áfall er, hvernig áfallaferlið er og áhrif þess á bæði líðan (hugsanir, tilfinningar, skoðanir og gildi) og breytni (hegðun og sambönd). Með auknum skilningi á áhrifum áfalla er að koma upp á yfirborðið aukinn skilningur á áhrifum áfalla á karla. Með aukinni þekkingu á afleiðingum áfalla er að koma í upp á yfirborðið aukinn skilningur á áhrifum áfalla á karla. Þar á meðal er þögnin um ofbeldi sem karlar verða fyrir, áhrif félagsmótunar á viðbrögð karla við misnotkun, hættuna á því að fórnarlömb verði gerendur og þörfina á því að skilja ótta karla og skömm.

Markmið
Markmiðið með námskeiðinu er að styðja karla til bata með því að auka skilning á áhrifum áfalla á lífsferilinn.

Skipulag
Námskeiðið er sex skipti í þrjá tíma í senn. 

Skráning 

Verð
Auglýst þegar æsta námskeið er haldið

 

Námskeiðið Karlar og áföll – leiðir til bata er áfallainngrip fyrir karla sem hafa orðið fyrir ofbeldi af einhverju tagi, meðvituðu og ómeðvituðu. Námskeiðinu er ætlað að styðja þá á leið til bata, í gegnum aukinn skilning á afleiðingum áfalla, og til að finna leiðir til halda áfram að þroskast, byggja upp seiglu, öðlast meiri lífsánægju og að eiga í innilegri og innihaldsríkari samböndum.

Skráning

 

Share This