Kotið – Fatamarkaður sem rekinn er til styrktar Konukoti hefur tök á að bæta við sig sjálfboðaliðum í skemmtilegt og gefandi starf. Boðið er upp á eina til tvær vaktir í mánuði í afgreiðslustörfum, fjóra tíma í senn, á laugardögum frá kl. 12.00-16.00.
Konukot fær mikið af fatnaði og fleiru gefins og það sem ekki nýtist þar er selt í Kotinu og rennur ágóðinn af sölunni til Konukots.
Frábært sjálfboðaliðastarf með skemmtilegu fólki!
Sjálfboðaliðar Rótarinnar starfa samkvæmt Leiðarljósi félagsins og þurfa að hafa lokið námskeiði í skyndihjálp sem í boði er gjaldfrjálst á síðu Rauða krossins.
Sjálfboðaliðastörf eru gefandi leið til að láta gott af sér leiða.
Þau sem hafa áhuga geta skráð sig hér og við höfum samband. Ef óskað er meiri upplýsinga má senda póst á fatamarkadur@rotin.is.