Námskeið1

Haust 2019

Námskeið

Konur studdar til bata

Á námskeiðinu Konur studdar til bata er lögð áhersla á að fíknivandi sé afleiðing af áfalli og/eða öðrum fjölþættum vanda í lífi kvenna og að neyslan sé því einkenni eða afleiðing en ekki frumorsök. Alls er um að ræða 15-18 skipti í 90 mínútur í senn frá kl. 17.15–18.45 á miðvikudögum. Námskeiðið hefst 28. ágúst og lýkur 4. desember.

Nánari upplýsingar.

Áföll – Leiðir til bata

Námskeið er fyrir konur sem glíma við afleiðingar áfalla. Námskeiðið hentar sérstakleg vel konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Alls eru um 3 skipti að ræða í 4 klst. í senn frá kl. 10.00-14.00, um helgar, 21., 22. og 28 september.

Nánari upplýsingar.

Sjálfsuppgötvun og valdefling

Námskeiðið er sérstaklega ætlað stúlkum og ungum konum. Unglingsárin eru tími mikilla uppgötvana, baráttu og þroska. Þetta ferli er sérstaklega flókið fyrir stúlkur þar sem þær horfast í augu við miklar áskoranir á leið til heilbrigðs þroska. Menning okkar gerir þessar áskoranir enn þungbærari þar sem stúlkur búa oft við mjög erfið uppeldisskilyrði. Margar ungar konur missa sína eigin rödd í þessu ferli. Námskeiðið er alls í 18 skipti, hefst 3. október og því lýkur 5. mars 2020, er haldið á fimmtudögum í 90 mín. í senn, kl. 13.15-14.45, í húsnæði Vegvísis – ráðgjafar, Strandgötu 11, Hafnarfirði.

Nánari upplýsingar.

Þú ert ekki ein, við erum margar

Námskeiðið er fyrir konur sem hafa upplifað fjölskylduslit. Ástæður fjölskylduslita geta verið margvíslegar. Til dæmis geta þau orðið í kjölfar þess að konur hafa opnað umræðu um ofbeldi í skjóli fjölskyldu, hvort heldur er í kjölfar sifjaspells, kynferðisofbeldis, líkamlegs eða andlegs ofbeldis. Fjölskylduslit geta orðið að frumkvæði þolenda eða vegna útilokunar. Námskeiðið er fimm skipti, 90 mínútur í senn, á mánudögum frá kl. 17.15-18.45, hefst 4. nóvember og lýkur 13. janúar.

Nánari upplýsingar.

Að segja frá

Námskeið sem þróað er af Rótinni fyrir konur sem glíma við afleiðingar ofbeldis og hafa hug á að segja öðrum frá því, t.d. fjölskyldu, vinum, samstarfsfólki, á samfélagsmiðlum eða opinberlega í fjölmiðlum. Námskeiðið er dagsnámskeið haldið laugardaginn 30. nóvember kl. 10.30-16.30.

Nánari upplýsingar.

Rótarhópur

Rótin býður upp á sjálfshjálparhóp, Rótarhóp, fyrir konur sem tekið hafa þátt í námskeiðinu Konur studdar til bata og öðrum námskeiðum á vegum Rótarinnar. En einnig fyrir konur sem eru komnar vel af stað í bata með öðrum leiðum. Hóparnir funda á miðvikudögum kl. 19.15-20.15 í Bjarkarhlíð við Bústaðaveg.

Nánari upplýsingar.

Umræðukvöld

Rótin stendur að umræðukvöldum þar sem fyrirlesari hefur framsögu um efni sem tengist viðfangsefnum félagsins. Dagskrá umræðukvöldanna verður auglýst síðar.

Konukot

Markaður Konukots

Archives

Share This