Sjálfboðaliðar Rótarinnar starfa samkvæmt Leiðarljósi félagsins og þurfa að hafa lokið námskeiði í skyndihjálp sem í boði er gjaldfrjálst á síðu Rauða krossins.
Sjálfboðaliðastörf eru oft krefjandi en góð og gefandi leið til að láta gott af sér leiða.
Sjálfboðaliðar Rótarinnar starfa í Kotinu – Fatamarkaði í Eskihlíð 2-4. Markaðurinn er rekinn til styrktar Konukoti og er opinn á laugardögum frá kl. 12.00-16.00.