Jólakvöld Rótarinnar

Jólakvöld Rótarinnar

10. desember 2015

Miðvikudaginn 16. desember fáum við til okkar góða gesti sem ætla að gleðja okkur með góðum listum. Rithöfundarnir Linda Vilhjálmsdóttir og Auður Jónsdóttir og Ásdís Óladóttir koma og lesa úr verkum sínum.
Linda sendi frá sér ljóðabókina Frelsi í haust og um hana segir á síðu útgefanda: „Frelsi geymir um fimm tugi beittra, pólitískra ljóða: meitlaðar og áhrifaríkar ljóðmyndir spegla samfélag og samtíma, og þvinga jafnvel lesandann til miskunnarlausrar sjálfsskoðunar. Áleitin bók sem hreyfir við hugsunum og tilfinningum.“ (more…)

Skaðaminnkandi hugmyndafræði

Skaðaminnkandi hugmyndafræði

Þá er komið að fyrsta umræðukvöldi haustsins og það er Svala Jóhannesdóttir verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum sem verður hjá Rótinni 11. nóvember.

Að vanda er umræðukvöldið í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14 kl. 20, miðvikudaginn 11. nóvember.

Svala byrjaði að vinna með heimilislausum einstaklingum og einstaklinum í virkri vímuefnaneyslu árið 2007. Frá þeim tíma hefur starf hennar einkennst af mannréttindum jaðarsetta einstaklinga og skaðaminnkandi nálgun. Í starfi sínu hefur hún kynnt sér skaðaminnkandi nálganir og úrræði erlendis, eins og neyslurými,  búsetuúrræði, viðhaldsmeðferð og stuðningsúrræði fyrir einstaklinga í kynlífsiðnaði. Hún hefur starfað í Konukoti, Borgarvörðum og Frú Ragnheiði. Í dag starfar hún sem verkefnastýra Frú Ragnheiðar og í Konukoti. Bæði þessi verkefni eru rekin af Rauða krossinum í Reykjavík og eru skilgreind sem skaðaminnkandi verkefni. (more…)

Ráðstefna um konur og fíkn

Ráðstefna um konur og fíkn

Banner_radst2015c

 

 

 

 

 

 

Rótin, RIKK, Jafnréttisstofa og fleiri aðilar standa að ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð, hinn 1. og 2. september 2015, á Grand hóteli í Reykjavík. Á ráðstefnunni verða fyrirlesarar frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Grænlandi og Íslandi.

Tilgangur ráðstefnunnar er að auka skilning og þekkingu á kynjafræðilegu sjónarhorni á fíkn, áföll og meðferð og á nauðsyn kynjamiðaðrar meðferðar. Ráðstefnan mun einnig koma á samvinnu norrænna fræðimanna og fagfólks sem beinir sjónum að sálfélagslegum raunveruleika kvenna og áfallareynslu þeirra í tengslum við fíkn og meðferð. (more…)

Stuðningur óskast – Ráðstefna um konur og fíkn

Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda – var stofnuð hinn 8. mars 2013 en tilgangur félagsins er að „stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll og ofbeldi“ eins og segir í markmiðsgrein félagsins.

Rótin stendur að ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð í samvinnu við RIKK- Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum, Jafnréttisstofu og fleiri aðila hinn 1. og 2. september 2015 á Grand hóteli í Reykjavík. Á ráðstefnunni verða fyrirlesarar frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Grænlandi og Íslandi. Við viljum sérstaklega vekja athygli á aðalfyrirlesara ráðstefnunnar, Stephanie Covington, sem er höfundur bókarinnar A Woman’s Way through The Twelve Steps og frumkvöðull í rannsóknum og vinnu með sérstakan vanda kvenna að því er varðar fíkn. Einnig verður vinnustofa fyrir fagfólk sem vinnur með ungum konum með fíknivanda. (more…)

Aðalfundur og erindi: Orðræða geðlækna

Aðalfundur og erindi: Orðræða geðlækna

10. maí 2015

Miðvikudaginn 20. maí kl. 20 verður aðalfundur Rótarinnar í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins. Kosið verður í ráð félagsins en í því sitja níu félagar og fer ráðið með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir þrír varafulltrúar í ráðið.

Við hvetjum áhugasaman félagskonur til að bjóða sig fram í ráð eða vararáð, þeim er bent á að hafa samband við Kristínu ráðskonu í netfanginu rotin@rotin.is eða í síma 893-9327.

Erindi aðalfundar verður í höndum Arnþrúðar Ingólfsdóttur og nefnist: „„Það ýtir undir þunglyndi að vera lægra settur“. Orðræða geðlækna um konur, kyn og þunglyndi.“

Arnþrúður Ingólfsdóttir

Arnþrúður Ingólfsdóttir

Arnþrúður Ingólfsdóttir er með BA-próf í heimspeki og lauk MA-prófi í kynjafræði við Utrecht Háskóla og Central European University í Búdapest árið 2010 með ritgerðinni: „„Our brains are a bit more sensitive“, the biocultural potential in psychiatrists‘ discourse on women, depression and sexual difference.“ Arnþrúður hefur reynslu af geðheilbrigðiskerfinu sem fræðikona en einnig sem bæði starfsmaður og notandi geðsviðs Landspítalans. Hún gaf út plötuna „My brain“ árið 2013 og starfar nú sem jafnréttisráðgjafi hjá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. (more…)

Al-Anon og mótun nýrrar sjálfsmyndar – Umræðukvöld

Al-Anon og mótun nýrrar sjálfsmyndar – Umræðukvöld

alanonÁ næsta umræðukvöldi Rótarinnar kemur til okkar Björk Guðjónsdóttir doktorsnemi í mannfræði við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands og kynnir fyrir okkur doktorsverkefni sitt.

Að vanda er umræðukvöldið í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14 kl. 20, miðvikudaginn 8. apríl.

Doktorsverkefni Bjarkar fjallar um Al-Anon samtökin og mótun nýrrar sjálfsmyndar við langvarandi þátttöku í samtökunum. Björk ætlar að lýsa undirbúningi, aðferðafræði og upplýsingasöfnun við vinnslu ritgerðarinnar.

Allir, konur og karlar, eru velkomnir á umræðukvöld Rótarinnar!

Boðið er upp á te og kaffi en við erum með samskot fyrir því svo komið endilega með klink í baukinn.

Viðburðurinn er á Facebook!