Heggur sá er hlífa skyldi? – Málþing 4. nóvember

Heggur sá er hlífa skyldi? – Málþing 4. nóvember

„Heggur sá er hlífa skyldi?“ Málþing um samfélagslega ábyrgð gagnvart þolendum kynbundins ofbeldis verður haldið föstudaginn 4. nóvember, kl. 14:00–17:30, í Bíósalnum á Hótel Reykjavík Natura (áður Loftleiðahótelið).

Samfélagsumræða um kynferðisbrot hefur aukist mjög undanfarin ár. Þolendur koma fram og segja sínar sögur og afhjúpa ofbeldi sem hafði legið í þagnargildi. Með hjálp samfélagsmiðla hefur „valdeflingarherferðum“ þolenda, eins og Druslugöngu, Free the Nipples- og Beauty tips-byltingu, verið hleypt af stokkunum. Jafnframt berast stöðugt fréttir af því, hérlendis og erlendis, að hylmt hafi verið yfir með kynferðisbrotamönnum, jafnvel í áratugi, og þar koma við sögu valdamiklar stofnanir eins og trúarstofnanir og fjölmiðlar.

(more…)

Námskeið um áföll fyrir konur

Námskeið um áföll fyrir konur

Umræða um áföll, áfallastreitu og áfallastreituröskun hefur aukist mjög mikið á undanförnum árum og Rótin hefur haldið þeirri kröfu á lofti að fíknimeðferð þurfi að innihalda áfallameðferð eða í það minnsta vera áfallameðvituð. Rannsóknir hafa sýnt að best er að meðhöndla fíkn og áfallastreitu á sama tíma og oft er fíkn flóttaleið frá afleiðingum áfalla og um 30-50% kvenna sem glímt hafa við fíknivanda greinast einnig með áfallastreituröskun sem truflar batagöngu þeirra ef ekki er tekið á henni sérstaklega.

Þau áföll sem skilja eftir sig stærstu sporin á heilsu og líðan eru þau sem verða í nánum tengslum og þau sem kynferðisofbeldi veldur. Mjög mikill kynjamunur er á áfallareynslu og allt að helmingi fleiri konur þróa með sér áfallastreituröskun en karlar, þar sem þær verða oftar fyrir kynferðisofbeldi, en það er stærsti áhættuþátturinn í því að þróa með sér áfallastreituröskun. (more…)

Aðalfundur og erindi 11. maí

Aðalfundur og erindi 11. maí

Miðvikudaginn 11. maí kl. 20 verður aðalfundur Rótarinnar í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins. Kosið verður í ráð félagsins en í því sitja níu félagar og fer ráðið með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir þrír varafulltrúar í ráðið.

Við hvetjum áhugasaman félagskonur til að bjóða sig fram í ráð eða vararáð, þeim er bent á að hafa samband við Kristínu ráðskonu í netfanginu rotin@rotin.is eða í síma 893-9327.

Erindi aðalfundar verður í höndum Sólveigar Önnu Bóasdóttur og nefnist: „Fagmennska, starfsgrein og siðfræði“. (more…)

Búsetuúrræði fyrir heimilislausar konur með áfengis- og vímuefnavanda

Búsetuúrræði fyrir heimilislausar konur með áfengis- og vímuefnavanda

Á umræðukvöldi Rótarinnar miðvikudaginn 27. apríl kemur til okkar Katrín Guðný Alfreðsdóttir, félagsráðgjafi, flugfreyja og ráðskona í Rótinni og fjallar um heimilislausar konur. Umræðukvöldið er að vanda frá  kl. 20 til 21.20  í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum.

Erindi Katrínar Guðnýjar nefnist „Búsetuúrræði fyrir heimilislausar konur með áfengis- og vímuefnavanda byggð á hugmyndfræði skaðaminnkandi nálgunar“.

Katrín útskrifaðist með meistarapróf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2012. Hún starfaði á fíknigeðdeild Landspítalans í 2 ár að námi loknu en hefur starfað sem flugfreyja í 39 ár og er enn í 50% flugfreyjustarfi. Árið 2014 hóf hún fjölskyldumeðferðarnám í Endurmenntun Háskóla Íslands og lýkur því nú í maí. Katrín opnaði eigin ráðgjafastofu í Hafnarfirði ásamt dóttur sinni í nóvember 2015. Þar veita þær við ráðgjöf, stuðning og meðferð við persónulegum og fjárhagslegum vanda einstaklinga og fjölskyldna. (more…)

Nauðgun unglingsstúlkna. Niðurstöður rannsóknar á dómum Hæstaréttar

Nauðgun unglingsstúlkna. Niðurstöður rannsóknar á dómum Hæstaréttar

Á umræðukvöldi Rótarinnar miðvikudaginn 30. mars kemur til okkar Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Umræðukvöldið er frá  kl. 20 til 21.20  í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum.

Erindi Svölu nefnist „Nauðgun unglingsstúlkna. Niðurstöður rannsóknar á dómum Hæstaréttar“. Fjallar hún um dóma er lúta að gerendum brotanna, þolendum, brotavettvangi, tengslum aðila, ástandi geranda og þolenda á verknaðarstundu o.fl. Einnig verður fjallað um upplýsingar sem fram koma í málunum sem hvetja eða letja þolanda til að kæra.

Allir eru velkomnir á umræðukvöld Rótarinnar!

Boðið er upp á te og kaffi en við erum með samskot fyrir því svo komið endilega með klink í baukinn.

Viðburðurinn er á Facebook!

„Í þarfir bindindisins“

„Í þarfir bindindisins“

Komið er að fyrsta umræðukvöldi Rótarinnar á nýju ári. Að þessu sinni fáum við til okkar Nönnu Lárusdóttur, sagnfræðing sem flytur erindið „Í þarfir bindindisins“. Góðtemplarareglan á Íslandi frá 1884 – innra starf og áhrif mótandi orðræðu, miðvikudaginn 24. febrúar kl. 20-21.20 í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum.

Góðtemplarareglan var fyrirferðarmikil í íslensku samfélagi á ofanverðri nítjándu öld og á fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu. Stúkur spruttu upp og starfsemin breiddist hratt út. Markmið templara var „útrýming áfengisnautnarinnar“ og baráttumálið, aðflutningsbann á áfengi, náðist fram með löggjöf árið 1909. (more…)