Aðbúnaður barna á Sjúkrahúsinu Vogi

Aðbúnaður barna á Sjúkrahúsinu Vogi

Rótin sendi í dag, 10. október 2014, eftirfarandi erindi til embættis umboðsmanns barna:

“Rótin hefur áhyggjur af því að börn séu send til meðferðar á Vogi þar sem samgangur er við fullorðna.

Í lögum nr. 74 frá árinu 1997 um réttindi sjúklinga segir í 27. gr: “Umhverfi og aðbúnaður sjúkra barna á heilbrigðisstofnunum skal hæfa aldri þeirra, þroska og ástandi.”
Því spyrjum við, að gefnu tilefni, er það álit umboðsmanns barna að aðbúnaður barna á Sjúkrahúsinu Vogi uppfylli þessi skilyrði laganna?”
Öryggi kvenna í áfengismeðferð – ítrekun erindis

Öryggi kvenna í áfengismeðferð – ítrekun erindis

Rótin sendi erindi um öryggi kvenna í áfengismeðferð til landlæknis í apríl 2013. Eftir að hafa ítrekað erindið tvisvar sendum við það líka til velferðarráðherra. Nú höfum við ítrekað erindið einu sinni enn við landlækni og sendum eftirfarandi bréf á velferðarráðuneyti í morgun, 19. september 2014:

Ágæti viðtakandi.
Í ágúst 2013 sendum við meðfylgjandi erindi um öryggi kvenna á meðferðarstöðvum til velferðarráðherra. Áður höfðum við sent erindið til landlæknis og ítrekað það tvisvar án þess að fá svör. Í samtölum við starfsfólk ráðuneytis kom fram að erindinu yrði svarað þegar búið væri að svara erindi okkar um skimun vegna ofbeldis á meðferðarstöðum. Svar við því erindi er löngu komið en við höfum engin svör fengið við erindi um öryggi kvenna á meðferðarstöðum.
Er svara að vænta?
Virðingarfyllst,
Kristín I. Pálsdóttir talskona
Athugasemdir við þingsályktunartillögu

Athugasemdir við þingsályktunartillögu

 
 
Til: Nefndasviðs Alþingis
Frá: Rótin félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda
Efni: Athugasemdir við tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu, 335. mál.
Dags. 23. apríl 2014
 

Athugasemdir

við tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu, til verndar neytendum efnanna, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild.

Rótin fagnar því að verið sé að vinna að nýrri stefnu í málaflokknum og að umræða um hann sé í gangi. Við teljum mikilvægt að endurskoða margt sem lýtur að málefnum vímuefnaneytenda og stefnu stjórnvalda þar að lútandi og bendum á mikilvæg markmið Rótarinnar í því samhengi. Sjá hér: https://www.rotin.is/um-rotina/.

Við bjóðum fram krafta okkar og óskum eftir að fá að tilnefna fulltrúa okkar í starfshópinn. Við höfum vakið athygli á nýrri þekkingu og breyttum áherslum í meðferðarmálum og erum fulltrúar notenda í kerfinu. (more…)

Svör Embætti landlæknis um skráningu atvika

Svör Embætti landlæknis um skráningu atvika

1. mars 2014

Rótinni hafa borist svör frá Embætti landlæknis við erindi um skráningu atvika á meðferðarstöðum. Svörin eru mjög ófullnægjandi þar sem ekki var hægt að fá upplýsingar um meðferðarstöðvar aðgreindar frá annarri heilbrigðisþjónustu í landinu og þar af leiðandi líða önnur svör fyrir það.

Hér er svar embættisins í pdf-skjali: Svar vegna atvika

Erindi Rótarinnar til Landlæknis er að finna hér: https://www.rotin.is/erindi-til-embaettis-landlaeknis-vegna-gaedamala/.

Svör Embætti landlæknis um skráningu atvika

Móðir fíkils spyr Embætti landlæknis um vinnuferli á afvötnunarsjúkrahúsi

20. febrúar 2014

Fréttatilkynning
Móðir ungrar konu sem glímir við áfengis- og vímuefnafíkn auk annarra geðrænna erfiðleika leitaði til Rótarinnar eftir að dóttir hennar lenti í atviki inni á afvötnunarsjúkrahúsinu Vogi. Móðirin taldi að sú meðferð sem dóttir hennar fékk á sjúkrahúsinu hafi ekki verið í samræmi við gæðakröfur sem gera má til sjúkrahúsa né í samræmi við lýsingar á starfsemi á heimasíðu rekstraraðila sjúkrahússins (sjá: http://www.saa.is/islenski-vefurinn/medferd/fyrir-unglinga/). Í kjölfarið sendi móðirin spurningalista til Embættis landlæknis um vinnuferli á sjúkrahúsinu. Í erindi hennar er m.a. spurt:

  • Hvort að Vogur hafi mótað sér stefnu um hvort sjúkrastofnunin sé í stakk búið til að huga að ungmennum sem eru með geðraskanir?
  • Til hvaða aðgerða er gripið vegna ungmenna sem greind eru með geðraskanir, sem eru óháðar neyslu.
  • Hvort að kallaður sé til læknir fari sjúklingur í þannig geðrænt ástand ,að starfsmenn, sjá sér ekki fært að sinna honum.

Til að fylgja erindi móðurinnar eftir ákvað Rótin einnig að senda erindi til Embættis landlæknis. Í erindi Rótarinnar, sem er í níu liðum, er óskað eftir upplýsingum er varða gæðamál á meðferðarstöðvum á árunum 2009-2013. M.a. er óskað eftir:

  • Lista yfir stofnanir/aðila sem veittu fíknimeðferð/afvötnun, hversu mörg atvik umræddar stofnanir/aðilar skráðu á tímabilinu.
  • Upplýsingum um hvernig Embætti landlæknis brást við þeim atvikum sem upp komu, hvernig eftirfylgni embættisins er háttað og hvaða árangur hún bar.
  • Upplýsingum hvernig viðkomandi stofnanir/aðilar brugðust við þeim atvikum sem upp komu og hversu margar kvartanir bárust Embætti landlæknis á tímabilinu í heild vegna stofnana/aðila sem veita fíknimeðferð/afvötnun.
  • Upplýsingum um hvort að breyting hafi orðið á flokkun atvika og hvernig Embætti landlæknis háttar gæðaeftirliti sínu með stofnunum/aðilum sem veita fíknimeðferð/afvötnun?

Í viðhengi er:
1. Erindi Rótarinnar til Embættis landlæknis dags. 14. febrúar 2014
2. Útdráttur úr fyrirspurn móðurinnar til Embættis landlæknis

Erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál

Erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál

17. febrúar 2014

Rótin sendi 17. febrúar 2014 erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Embætti landlæknis hefur neitað að afhenda Rótinni upplýsingar um fjölda skráðra atvika og kvartanir á meðferðarstöðvum. Félagið vill láta á það reyna hvort að þessi málsmeðferð standist upplýsingalög.

„Móttakandi: Úrskurðarnefnd um upplýsingamál
Sendandi: Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda
Erindi: Ósk um upplýsingar um skráningu atvika frá Landlækni
Hinn 14. febrúar 2014 sendi Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda – Embætti landlæknis erindi um skráningu atvika á á stofnunum sem veita fíknimeðferð/afvötnun.
Spurning 2. í erindinu hljómar svo: Hversu mörg atvik skráðu umræddar stofnanir/aðilar á tímabilinu 2009‒2013 í heild?
Spurning 6. var: Hversu margar kvartanir bárust Embætti landlæknis á tímabilinu 2009‒2013 í heild vegna stofnana/aðila sem veita fíknimeðferð/afvötnun samkvæmt 12. gr. laga um Embætti landlæknis eða sambærilegum ákvæðum eldri laga? (more…)