Rótin og ráðuneytisskólinn

Rótin og ráðuneytisskólinn

Talskona Rótarinnar hélt erindi fyrir starfsmenn velferðarráðuneytis í maí þar sem hún fór yfir áherslur félagsins og þau erindi sem Rótin hefur sent stjórnsýslunni. Erindinu var vel tekið og ljóst að ekki vantar áhuga á málaflokknum þar.

Reyndar vakti erindið áhuga utan ráðuneytisins og þegar ráð Rótarinnar hafði af því spurnir sendum við inn beiðni um aðgang að gögnum, er vörðuðu fyrirlesturinn, skv. 5. gr. upplýsingalaga. Í dag, 16. júní 2015, barst okkur svar ráðuneytisins og eftirfarandi samskipti vegna fyrirlestrar Kristínar Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar: (more…)

Fyrirspurn vegna náms í vímuefnafræðum

Fyrirspurn vegna náms í vímuefnafræðum

Rótin sendi í dag, 27. maí 2015, eftirfarandi fyrirspurn til Miðstöðvar um framhaldsnám við Háskóla Íslands, Sigurveigar H. Sigurðardóttur, deildarforseta Félagsráðgjafardeildar og Daða Más Kristóferssonar forseta Félagsvísindasviðs Háskólans um diplómanám í áfengis- og vímuefnamálum:

Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda – hefur mikinn áhuga á því að bætt sé úr menntun þeirra sem stýra meðferðarmálum og starfa við meðferð fólks með fíknivanda á Íslandi. Því fögnum við því að Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands taki af skarið og bjóði upp á nýja námsleið á framhaldsstigi á sviði áfengis- og vímuefnamála. Hingað til hefur einungis verið í boði hér á landi óformlegt nám vímuefnaráðgjafa sem ekki stenst nútímakröfur. ekki er til námskrá fyrir né tilheyrir það nám ákveðnu skólastigi. (more…)

Athugasemdir við frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl.

Athugasemdir við frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl.

Rótin heimsótti allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hinn 2. desember til að ræða frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak og afhenti eftirfarandi athugasemdir:
„Eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem jarðarbúar glíma við er áfengisvandamálið og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og fleiri alþjóðastofnanir sem og þjóðlegar hafa unnið að því í áratugi að minnka heildarneyslu áfengis og skaða af völdum hennar. Áfengisvandi og misnotkun hefur þannig verið eitt helsta forgangsverkefni þeirra sem bæta vilja geðheilbrigði.[1]

Eins og fram kemur í samantekt Lýðheilsustofnunar úr bókinni Áfengi – engin venjuleg neysluvara frá 2005[2] er áfengi sannarlega engin venjuleg neysluvara þó að vissulega sé um mikilvæga framleiðsluvöru að ræða í mörgum löndum. Mikið samfélagslegt tjón hlýst af neyslu áfengis, bæði heilsufarslegt og félagslegt og eins og segir í áðurnefndri bók: „Tengsl milli áfengisvímu og skaða eru þó skýr og greinileg, sérstaklega hvað varðar ofbeldi, umferðarslys eða önnur slys.“ Þar kemur einnig fram að 4% allra dauðsfalla og örorku í heiminum megi rekja til áfengis. (more…)

Umboðsmaður barna svarar Rótinni

Umboðsmaður barna svarar Rótinni

Rótin sendi umboðsmanni barna nýverið erindi um aðbúnað barna á Sjúkrahúsinu Vogi og barst okkur svar hinn 24. október. Við höfum þegið boð umboðsmannsins um að koma í heimsókn til embættisins.

UB:1410/8.5.2

Efni: Aðbúnaður barna á unglingadeildinni á Vogi

Komdu sæl Kristín

Í erindi þínu til umboðsmanns barna, dags. 10. október sl., segir þú frá því að félagið Rótin hafi áhyggjur af því að börn séu send í meðferð á Vogi þar sem samgangur er við fullorðna. Þú spyrð hvort það sé álit umboðsmanns barna að aðbúnaður barna á Vogi sé í samræmi við 27. gr. laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1997.

Umboðsmaður barna hefur á undanförnum árum haft verulegar áhyggjur af málefnum þeirra barna sem glíma við vímuefnavanda. Hann hefur því reynt að kynna sér þau úrræði sem eru í boði fyrir þessi börn og hefur meðal annars heimsótt unglingadeildina á Vogi. Í þeirri heimsókn kom meðal annars fram að unglingadeildin er einungis ætluð fyrir börn og ungmenni sem eru 19 ára og yngri og að sjúklingar af öðrum meðferðargöngum  megi ekki fara inn á deildina. (more…)

Opið bréf til Embættis landlæknis vegna öryggis kvenna í meðferð

Opið bréf til Embættis landlæknis vegna öryggis kvenna í meðferð

26. október 2014

Rótin hefur fengið svar frá Embætti landlæknis vegna kröfu félagsins frá því í apríl 2013 að yfirvöld tryggi öryggi kvenna í áfengismeðferð (sjá: https://www.rotin.is/oryggi-kvenna-i-afengismedferd-erindi-til-radherra/). Því miður barst Rótinni ekki bréfið sem dagsett er 20. júní 2013 ekki fyrr en í síðustu viku.

Ráð Rótarinnar lýsir miklum vonbrigðum með svar embættisins og það vekur í raun fleiri spurningar en það svarar. Embættið byggir sínar niðurstöður eingöngu á upplýsingum frá yfirlækni á Vogi og ekki virðist hafa verið leitað til neinna sjúklinga eða vettvangsathugun farið fram. Einnig beinir Landlæknir því til Rótarinnar að „vinna með forsvarsmönnum SÁÁ í því starfi til að tryggja öryggi þeirra kvenna sem þar leita þjónustu.“

Þessi orð vekja okkur mikla furðu. Í fyrsta lagi beinist krafa Rótarinnar að meðferðarstarfi almennt og ekki er minnst sérstaklega á SÁÁ í erindi okkar. Í öðru lagi er Rótin hagsmunafélag sem hefur litlar forsendur til að vinna að gæðamálum á sjúkrahúsum. Í þriðja lagi var Rótin upphaflega stofnuð innan SÁÁ en sökum skoðanaágreinings var ákveðið að stofna óháð félag til að berjast fyrir réttindum kvenna með áfengis- og fíknivanda. (more…)

Opið bréf til Embættis landlæknis vegna öryggis kvenna í meðferð

Skráning atvika og önnur gæðamál í meðferðarstarfi

Rótin sendi í dag, 22. október 2014, eftirfarandi erindi til Embættis landlæknis:

„Við þökkum fyrir svör Landlæknis, dags. 25. febrúar sl., við erindi Rótarinnar um skráningu atvika. Við teljum svörin þó langt því frá að vera fullnægjandi og viljum vekja athygli á því að erindi Rótarinnar er sent af gefnu tilefni. Við höfum af því áhyggjur að skráning atvika í meðferðargeiranum sé ekki með þeim hætti sem tryggir best öryggi og gæði í heilbrigðisþjónustu.

Í sjónvarpsþáttum sem SÁÁ, rekstraraðili Sjúkrahússins Vogs, gerði á síðastliðnu ári er t.d. viðtal við yfirlækni og hjúkrunarforstjóra sjúkrahússins þar sem því er haldið fram að „það þýði ekkert að hugsa um þessi áföll“ og að konur þurfi stundum „meiri hvatningu til að bera sig vel á meðan [karlar] eru vanir að bera harm sinn í hljóði“. Sjá: http://knuz.is/2013/11/22/harkadu-af-ther-seinni-hluti/. Við teljum að þessi hugmyndafræði sé ekki samkvæmt nýjustu og bestu þekkingu í meðferð á fíknivanda og sé í raun mjög skaðleg þeim sem koma til meðferðar sem glíma jafnframt við afleiðingar áfalla. Það er heldur ekki í samræmi við upplýsingablað frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sem fjallað er um í þessari grein: http://knuz.is/2013/11/21/harkadu-af-ther-fyrri-hluti/ né nýleg fyrirmæli bandarískra heilbrigðisyfirvalda um áfallameðvitaða nálgun.

meira