Rótin og úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Rótin og úrskurðarnefnd um upplýsingamál

29. janúar 2016

UUUHinn þriðja júní 2015 sendi Rótin ósk um „um laun formanns og framkvæmdastjóra SÁÁ, ásamt upplýsingum um samningsbundin hlunnindi samkvæmt 3. og 5. gr. upplýsingalaga.“ Erindið var ítrekað og hinn 9. júní fékkst svar um að erindið væri móttekið en ekkert meira svo að erindið var ítrekað einu sinni enn hinn 23. september 2015. Snemma árs 2014 hafði talskona félagsins gert tilraun til að fá aðgang að upplýsingum um námi áfengis- og vímuefnaráðgjafa og má sjá samskipti við formann SÁÁ af því tilefni hér.

Rótin hefur einnig óskað eftir tölfræðilegum upplýsingum um afbrotasögu skjólstæðinga SÁÁ. Sjá nánar hér . (more…)

Barnaverndarstofa svarar Rótinni

Barnaverndarstofa svarar Rótinni

18. október 2015

Rótinni barst nú í október svar Barnaverndarstofu við fyrirspurn sem send var stofnuninni 30. júní um meðferð barna og ungmenna. Óskað var svara við eftirfarandi spurningum:

  1. Hver er meðferðarstefnan á heimilum Barnaverndar t.d. varðandi fíknivanda?
  2. Er áfallasaga barnanna skoðuð og veitt meðferð í samræmi við það?
  3. Hvaða rök lágu að baki því að samið við fyrirtæki eins og Götusmiðjuna sem ekki hafði faglega forystu eftir Byrgismálið kom upp?
  4. Hefur vinnureglum varðandi aðkeypta meðferð barna verið breytt eftir að vandamál með Götusmiðjuna urðu ljós?
  5. Hvernig er samstarfi Barnaverndarstofu og SÁÁ háttað?

(more…)

Tölfræði um afbrotamenn á Vogi

Tölfræði um afbrotamenn á Vogi

20. september 2015

 

Rótin hefur sent eftirfarandi erindi til SÁÁ þar sem óskað er eftir tölfræðilegum upplýsingum um afbrotasögu skjólstæðinga þeirra.

Góðan dag.

Í glærusýningu Rafns M. Jónssonar verkefnisstjóra í áfengis- og vímuvörnum hjá Embætti landlæknis, sem finna má á vef Náum áttum og ber titilinn H2O, (http://www.naumattum.is/page/n8_fundur_17okt_2012) koma fram upplýsingar um að 32% þeirra sem komu á Vog árið 2008 hafi hlotið dóm og að 14% innlagðra segist hafa framið afbrot síðustu 30 daga. (more…)

Öryggi kvenna í meðferð – yfirlit

20. september 2015

Eitt af aðalbaráttumálum Rótarinnar frá stofnun hefur verið að berjast fyrir bættu öryggi kvenna í meðferð. Persónulegt öryggi er grunnforsenda fyrir góðum árangri í meðferð og sjálfsögð mannréttindi í heilbrigðiskerfinu að okkar dómi.

Eftirfarandi eru aðgerðir og erindi sem við höfum sent frá okkur vegna þessa:

(more…)

Nám í áfengis- og vímuefnamálum

Nám í áfengis- og vímuefnamálum

28. ágúst 2015

Rótin sendi fyrirspurn til forseta félagsráðgjafadeildar Háskóla Íslands, Miðstöðvar um framhaldsnám og Daða Más Kristóferssonar forseta Félagsvísindasviðs Háskólans um diplómanám í áfengis- og vímuefnamálum hinn 27. mái síðastliðinn. Nú hefur borist svar frá einum þessara aðila:

„Allar námskeiðslýsingar deildarinnar eru í kennsluskrá Háskóla Íslands. Þar sem námið er ekki hafið liggur kennsluáætlun ekki fyrir. Í bóksölu stúdenta eru upplýsingar um þá grunnbók sem notuð verður í  fyrsta námskeiðinu. (more…)

Fíknimeðferð barna og unglinga – Erindi til BVS

Fíknimeðferð barna og unglinga – Erindi til BVS

Rótin sendi eftirfarandi erindi til Barnaverndarstofu 30. júní 2015:

„Rótin er félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Markmið félagsins eru einkum að stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll og ofbeldi en félagið vill að komið verði á samstarfi á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila sem fást við vímuefnameðferð, ofbeldi og úrvinnslu áfalla. Félagið beitir sér fyrir öflun upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna og hefur í þeim tilgangi m.a. sent erindi til Umboðsmanns barna, Landlæknis (sjá Skráning atvika og önnur gæðamál í meðferðarstarfi, erindi vegna náms áfengis- og vímuefnaráðgjafa, opið bréf til landlæknis vegna öryggis kvenna í meðferð (einnig sent á velferðar-ráðherra), Velferðarráðuneytis (erindi vegna skimunar á ofbeldi)og Úrskurðarnefndar um upplýsingarmál (erindið er send vegna óánægju með svör Embættis landlæknis um gæðamál). Einnig höfum sent inn athugasemdir við frumvörp og þingsályktunartillögur og bendum sérstaklega á tillögur okkar og athugasemdir við tillögur starfshóps um áfengis- og vímuvarnir sem við athendum í janúar 2015. (more…)