Þriðja fréttabréf MARISSA-verkefnisins

Þriðja fréttabréf MARISSA-verkefnisins

MARISSA: Evrópskt samstarfsverkefni um ofbeldi í nánum samböndum og áfengis- og vímuefnavanda

Fréttabréf júní 2021–desember 2021

Á þriðja innleiðingartímabili MARISSA-verkefnisins héldu samstarfsaðilar verkefnisins áfram að hittast á netinu vegna ferðatakmarkana vegna kórónaveitunnar. Engu að síður hélt samstarf þeirra áfram snurðulaust og afurðum verkefnisins var skilað. Þarfagreiningarskýrslu hefur verið lokið og er hún aðgengileg öllum sem hafa áhuga á samslætti ofbeldis í nánum samböndum og skaðlegri vímuefnaneyslu.

Allar skýrslur og efni eru í opnum aðgangi á vefsíðu MARISSA.

Skýrslu um áhrif verkefnisins er lokið og er hún tiltæk fyrir viðkomandi fagaðila samstarfsins til að meta verkfærin sem þróuð voru í verkefninu sem eru tiltæk fyrir fagfólk sem starfar í úrræðum fyrir fólk sem orðið hefur fyrir ofbeldi í nánum samböndum og í vímuefnameðferð.

Samstarfsfundur í Rethymno (Krít)

Samstarfsaðilar verkefnisins náðu að hittast í eigin persónu í Rethymno (Krít, Grikklandi), í nóvember 2021, til að leggja lokahönd á skipunarverkfærin í þjónustu við fólk sem orðið hefur fyrir ofbeldi í nánum samböndum og í vímuefnameðferð og taka þátt í þjálfun leiðbeinenda á vegum háskólans í Tartu og RIKK.

Fagfólk og verkefnastjórar háskólans í Tartu (Eistlandi), Women’s Support and Information Center Tartu (Eistland), Rótarinnar (Ísland), RIKK (Ísland), háskólans á Krít (Grikklandi) og Union of Women Association – Heraklion ( Grikkland) voru viðstaddir fundinn sem stóð í tvo daga.

Þjálfunarhandbók og uppbygging á menntun og færni

Þjálfunarhandbók fyrir sérfræðinga á sviði ofbeldis í nánum samböndum og vímuefnavanda miðar að því að aukafærni í að fást við  hvort tveggja og er hún tilbúin og aðgengileg ókeypis á vefsíðu MARISSA. Þjálfunarhandbókin verður fáanleg á grísku, eistnesku og íslensku.

Vinnustofur fyrir uppbygging á menntun og færni, með handbókinni, fóru fram í verkefnislöndunum þremur í nóvembermánuði og tóku alls 94 fagaðilar þátt. Vegna takmarkana vegna kórónuveitunnar þurftu vinnustofurnar að vera á netinu í Grikklandi og Eistlandi en vinnustofan var haldin augliti til auglitis á Íslandi. Leiðbeinendur í öllum löndunum þremur veittu endurgjöf um handbókina á grundvelli þjálfunarinnar og lögð var lokahönd á handbókina út frá þessari endurgjöf.

Hvað er næst?

Á næstu mánuðum munu verða gerða prófanir á verkfærum verkefnisins í Grikklandi, Eistlandi og á Íslandi og verða nýju verkfærin metin. Afrakstur inngripanna og niðurstöður MARISSA-verkefnisins verða svo kynntar á Evrópuráðstefnum og samstarfsaðilar undirbúa sig undir mat á árangri verkefnisins.

MARISSA verkefnið er að öðlast umtalsverðan sýnileika um alla Evrópu og verður einnig kynnt á sérstökum viðburði á Ítalíu sem skipulagður er af stofnunum með sömu markmið.

Í maí 2022 ætlar UWAH að skipuleggja alþjóðlega ráðstefnu á Krít og greina samslátt ofbeldis í nánum samböndum og vímuefnavanda með fræðimönnum og fagfólki víðsvegar að úr Evrópu.

Fylgstu með MARISSA

Ef þú vilt fá tíðari fréttir um hvað þátttakendur eru að gera og hverju verkefnið er að skila af sér, fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum

Fylgdu okkur á Facebook:

MarissaProject

Rotin.felag

Innihald fréttabréfsins er alfarið á ábyrgð MARISSA verkefnisins og endurspeglar ekki endilega afstöðu Evrópusambandsins.The contents of this publication are the sole responsibility of the MARISSA project and do not necessarily reflect the opinion of the European Union.

Vinnustofa um ofbeldi í nánum samböndum og vímuefnavanda

Vinnustofa um ofbeldi í nánum samböndum og vímuefnavanda

Miðvikudaginn 24. nóvember hittist  fagfólk í vímuefnameðferð  og starfsfólk í úrræðum fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum í vinnustofu MARISSA-verkefnisins sem er tveggja ára samstarfsverkefni Grikkja, Eista og Íslendinga. Markmið þess er að styðja fagfólk sem vinnur með þolendum ofbeldis annars vegar og fagfólki sem vinnur með fólki sem glímir við vímuefnavanda hins vegar. 

Markmiðið með vinnustofunni, sem haldinn var að Hallveigarstöðum, var að fá speglun frá fagfólki um notkun handbókar sem er lokaafurð verkefnisins og verður gefin út á íslensku á næsta ári og gerð aðgengileg á netinu. Handbókin heitir á ensku: Training Manual on Supporting Women Dealing with Co-occurring Victimization of Intimate Partner Violence and Problematic Substance Use: A Guide for Facilitators.

Leiðbeinendur í vinnustofunni voru Guðrún Sif Friðriksdóttir, verkefnisstjóri hjá RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, fræðslustjóri Rótarinnar og Kristín I. Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Rótarinnar.

(more…)

Greinargerð um heimilislausar konur

Greinargerð um heimilislausar konur

Þær Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, og Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona í Konukoti, mættu fyrir hönd félagsins og Konukots á fund ofbeldisvarnarnefndar hinn 17. október. Fyrir utan áherslur á það sem kemur fram í greinargerðinni lögðu þær áherslu á mikilvægi þess að efla þyrfti skaðaminnkandi þjónustu við heimilislausar konur með alvarlegan vímuefnavanda og skoða þarfir þeirra sérstaklega með tilliti til þess að oft er meiri skaði fólgin í því að útvega sér efni en í notkun þeirra.

Greinargerð um heimilislausar konur

Um heimilisleysi kvenna og ofbeldi

Konur sem glíma við heimilisleysi eiga aðra reynslu að baki en karlar í sömu stöðu og í rannsókn á viðhorfi og reynslu félagsráðgjafa af Konukoti segir að konurnar sem þangað sækja „hafi flestar átt erfiða æsku, hafi orðið fyrir áföllum í lífinu og margar þeirra eiga einnig við geðræn vandamál að stríða. Bakland kvennanna er lélegt og flestar þeirra neyta áfengis- og/eða vímuefna“.[1] Sögur þessara kvenna einkennast oft af flóknum, kynjuðum vanda og því þarf að taka á honum með kynjagleraugun á sínum stað og áætlunum sem miða að því að koma í veg fyrir að þær festist í þeirri stöðu að þurfa að treysta á þjónustu neyðarskýlis.

Fíknistefna á Íslandi hefur verið heldur íhaldssamari en í mörgum löndum í kringum okkur og ekki fylgt þeirri mannréttindamiðuðu og skaðaminnkandi nálgun sem verið hefur að vinna lönd í kringum okkur fyrr en á allra síðustu árum. Stefnumótun stjórnvalda endurspeglar því ekki þær menningarlegu breytingar í átt til aukinna mannréttinda þeirra sem glíma við vímuefnavanda, og aðrar áskoranir sem valda jaðarsetningu, sem hafa átt sér stað á undanförnum árum þó að Reykjavíkurborg hafi verið skrefi á undan ríkinu að breyta um stefnu í átt til skaðaminnkunar og kynjasamþættingar í málaflokknum.

Vegna þess hversu skilgreiningar á heimilisleysi hafa fram til þessa verið blindar á hegðun og þarfir heimilislausra kvenna er mikilvægt að vera vakandi fyrir því að konur séu sýnilegar í stefnumótun og þjónustuúrræði séu miðuð við raunverulegar þarfir þeirra. (more…)

Áföll – leiðir til bata

Áföll – leiðir til bata er námskeið þar sem athyglinni er beint að þeim áföllum sem konur eru í mestri hættu á að verða fyrir eins og kynferðisofbeldi, ofbeldi í nánum samböndum og öðru ofbeldi á milli tengdra aðila. Námskeiðið er kynjamiðað og byggt er á styrkleikanálgun. Þátttaka í námskeiðinu styður konur í að vinna úr afleiðingum áfalla. Kennd eru bjargráð sem nýtast við úrvinnslu áfalla almennt. Þátttakendur fá veglegt verkefnahefti. (more…)