Heggur sá er hlífa skyldi? – Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Heggur sá er hlífa skyldi? – Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Guðrún ebba Ólafsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.

Katrín G. Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.

Við Rótarkonur vitum af eigin raun að fjölmiðlar vilja gjarnan fá fólk í viðtöl til að segja reynslusögur. Þær vekja oft mikla athygli og því er freistandi að finna viðmælenda, enda er tilgangurinn góður. Á sama tíma fylgir því ónotatilfinning að ýta fólki inn í kastljós fjölmiðla til að tjá sig um erfiða lífsreynslu, ofneyslu og ofbeldi.

Sú hugmynd virðist vera á kreiki að það sé einhvers konar terapía að koma fram í fjölmiðlum og segja sína sögu, jafnvel fyrir fólk sem lítið sem ekkert hefur unnið úr sínum áföllum.

Þau áföll sem hafa alvarlegustu áhrifin á heill og hamingju fólks eru kynferðisbrot, ekki síst þau sem framin eru gagnvart börnum og ungu fólki. Nauðgun er svo sá einstaki atburður sem mestar líkur eru á að valdi áfalla­streituröskun og konur eru í miklum meirihluta þeirra sem glíma við hana.

Meirihluti kvenna sem glíma við fíknivanda á sér áfalla- og ofbeldissögu. Það er á engan hátt markmið Rótarinnar að taka þátt í þöggun um kynbundið ofbeldi og það getur vissulega verið mjög valdeflandi að afhjúpa ofbeldi. Hins vegar viljum við leggja okkar af mörkum til þess að fram fari umræða um það hvernig samfélagið fjallar um kynbundið ofbeldi. Við leggjum áherslu á að það er þess sem fyrir ofbeldinu verður að ákveða hvar, hvenær, hvort og hvernig saga hans birtist opinberlega. (more…)

Ályktun um stefnuleysi í meðferðarstarfi á Íslandi

Ályktun um stefnuleysi í meðferðarstarfi á Íslandi

Mynd Halldórs Baldurssonar í Blaðinu 8. júní 2007

Mynd Halldórs Baldurssonar í Blaðinu 8. júní 2007

Rótin er félag um málefni kvenna með áfengis-, fíkni- og geðrænan vanda. Eitt af meginmarkmiðum félagsins er að stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll og ofbeldi og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur.

Félagið hefur verið í samskiptum við yfirvöld og beitt sér fyrir faglegri nálgun á meðferð við fíkn og hefur sent fjölda erinda ýmist til að vekja athygli á málefnum, fá svör um fyrirkomulag eða til að krefjast úrbóta. Meðferð við fíknivanda á Íslandi er að mestu í höndum einkaaðila og frjálsra félagasamtaka en þjónusta Landspítala er eingöngu ætluð fólki með tvíþættan vanda, alvarleg geðræn vandamál og fíknivanda. Við gagnrýnum að hvorki er til opinber stefna né klínískar leiðbeiningar um fíknimeðferð, hér á landi, heldur er einkaaðilum látið það eftir að móta þjónustuna eftir hverri þeirri stefnu sem rekstraraðilum þóknast.
Á heimasíðu velferðarráðuneytisins segir að meðferð fyrir fólk með fíknivanda hérlendis sé skipt í þrjá aðalflokka: (more…)

Framtíð fíknimeðferðar

16.11.2016

Meðferð við fíknivanda á Íslandi er að mestu í höndum einkaaðila og frjálsra félagasamtaka og þjónusta Landspítala er eingöngu ætluð fólki með tvíþættan vanda, alvarleg geðræn vandamál og fíknivanda. Hið opinbera hefur ekki mótað neina stefnu né gefið út klínískar leiðbeiningar um fíknimeðferð og hefur því í rauninni látið einkaaðilum það eftir að móta þjónustuna eftir hverri þeirri stefnu sem rekstraraðilum þóknast.

Óbreytt meðferð á nýjum stað
SÁÁ er um þessar mundir að stækka meðferðaraðstöðu sína á Vík á Kjalarnesi og mun í framhaldinu hætta að reka meðferðarheimilið á Staðarfelli. Ekki hefur komið fram í fréttum að samhliða þessu sé um stefnubreytingu að ræða í meðferðarframboði. Ef það er rétt skilið vekur það undrun að farið sé í slíka uppbyggingu án þess að jafnframt fari fram endurmat á meðferðinni. Innan heilbrigðiskerfisins hefur á undanförnum árum verið lögð aukin áhersla á framboð dagdeildar- og göngudeildarþjónustu í stað inniliggjandi meðferðar. Ekki virðist vera gert ráð fyrir þessari þróun í uppbyggingu SÁÁ.

Nýjar rannsóknir erlendis sýna að ekki er betri árangur af inniliggjandi meðferð en af dag- og göngudeildarmeðferð. Ákveðinn hópur þarf vissulega á innlögn að halda en hér á landi virðast litlar tilraunir hafa verið gerðar til að þarfagreina þann hóp sem fer í fíknimeðferð. Þetta er sérstakt áhyggjuefni fyrir konur þar sem rannsóknir sýna að konur leita frekar í slíka þjónustu Ef hins vegar er ætlunin að auka dag- og göngudeildarþjónustu þá er staðsetning á Kjalarnesi ekki mjög aðgengileg. (more…)

Heggur sá er hlífa skyldi? – Málþing 4. nóvember

Heggur sá er hlífa skyldi? – Málþing 4. nóvember

„Heggur sá er hlífa skyldi?“ Málþing um samfélagslega ábyrgð gagnvart þolendum kynbundins ofbeldis verður haldið föstudaginn 4. nóvember, kl. 14:00–17:30, í Bíósalnum á Hótel Reykjavík Natura (áður Loftleiðahótelið).

Samfélagsumræða um kynferðisbrot hefur aukist mjög undanfarin ár. Þolendur koma fram og segja sínar sögur og afhjúpa ofbeldi sem hafði legið í þagnargildi. Með hjálp samfélagsmiðla hefur „valdeflingarherferðum“ þolenda, eins og Druslugöngu, Free the Nipples- og Beauty tips-byltingu, verið hleypt af stokkunum. Jafnframt berast stöðugt fréttir af því, hérlendis og erlendis, að hylmt hafi verið yfir með kynferðisbrotamönnum, jafnvel í áratugi, og þar koma við sögu valdamiklar stofnanir eins og trúarstofnanir og fjölmiðlar.

(more…)

Námskeið um áföll fyrir konur

Námskeið um áföll fyrir konur

Umræða um áföll, áfallastreitu og áfallastreituröskun hefur aukist mjög mikið á undanförnum árum og Rótin hefur haldið þeirri kröfu á lofti að fíknimeðferð þurfi að innihalda áfallameðferð eða í það minnsta vera áfallameðvituð. Rannsóknir hafa sýnt að best er að meðhöndla fíkn og áfallastreitu á sama tíma og oft er fíkn flóttaleið frá afleiðingum áfalla og um 30-50% kvenna sem glímt hafa við fíknivanda greinast einnig með áfallastreituröskun sem truflar batagöngu þeirra ef ekki er tekið á henni sérstaklega.

Þau áföll sem skilja eftir sig stærstu sporin á heilsu og líðan eru þau sem verða í nánum tengslum og þau sem kynferðisofbeldi veldur. Mjög mikill kynjamunur er á áfallareynslu og allt að helmingi fleiri konur þróa með sér áfallastreituröskun en karlar, þar sem þær verða oftar fyrir kynferðisofbeldi, en það er stærsti áhættuþátturinn í því að þróa með sér áfallastreituröskun. (more…)