Tvær nýjar konur í ráði Rótarinnar

Tvær nýjar konur í ráði Rótarinnar

Margrét Gunnarsdóttir og Margrét Valdimarsdóttir voru kjörnar í ráð Rótarinnar á aðalfundi þriðjudaginn 16. maí.

Aðalfundur Rótarinnar var haldinn þriðjudaginn 16. maí 2017, kl. 20, í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum.
Kristín I. Pálsdóttir, talskona félagsins, kynnti skýrslu ráðsins fyrir liðið starfsár. Stærsti viðburður ársins var málþingið „Heggur sá er hlífa skyldi?“ Málþing um samfélagslega ábyrgð gagnvart þolendum kynbundins ofbeldis sem haldið var föstudaginn 4. nóvember. Boðið var upp á námskeið um áföll fyrir konur sem um 70 konur sóttu sl. haust og Rótin sendi frá sér ályktanir, umsögn um áfengisfrumvarpið og tók þátt í Kvennafríi 2016 með öðrum kvennahreyfingum. Einnig sendu ráðskonur frá sér greinar á liðnu starfsári og komu fram í viðtölum í fjölmiðlum. Félagið aflaði styrkja til verkefna félagsins og ráðskonur heimsóttu, skóla stofnanir og fleiri staði. Nánari upplýsingar er að finna í ársskýrslu félagsins.
Árdís, gjaldkeri, kynnti svo reikninga félagsins og er fjárhagsleg staða þess góð og reikningar voru samþykktir samhljóða. (more…)

Aðalfundur og bíó

Aðalfundur og bíó

KonurÞriðjudaginn 16. maí kl. 20 verður aðalfundur Rótarinnar í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins. Kosið verður í ráð félagsins en í því sitja níu félagar og fer ráðið með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir þrír varafulltrúar í ráðið. (more…)

Umsögn Rótarinnar um áfengisfrumvarp

Umsögn Rótarinnar um áfengisfrumvarp

14. mars 2017

floskurUmsögn Rótarinnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum (smásala áfengis). Þingskjal 165 – 106. mál.

 Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda – leggst alfarið gegn þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á fyrirkomulagi smásölu á áfengi samkvæmt ofnagreindu frumvarpi.

Óþarfi er að telja upp allan þann skaða sem áfengi veldur einstaklingum og samfélögum í þessari umsögn, aðrir verða örugglega til þess, en það er nóg að benda á staðreyndir á síðu Alþjóðaheilbrigðis-málastofnunarinnar um þann skaða. Þar kemur m.a. fram að tæp 6% dauðsfalla á heimsvísu eru af völdum áfengis og að 25% dauðsfalla í aldurshópnum 20-39 ára er af völdum áfengis. Neyslan hefur einnig víðtæk áhrif á heilsufar og fylgni er á milli neyslu áfengis og tíðni fjölda geðsjúkdóma. Þá segir að skaðleg neysla alkóhóls valdi bæði félags- og fjárhagslegum skaða hjá einstaklingum og samfélagi. Áfengi er hugbreytandi efni sem er ávanabindandi og hefur gríðarleg heilsufarsleg, félagsleg og efnahagsleg áhrif á samfélög. (more…)

Að fyrirgefa – eða ekki

Að fyrirgefa – eða ekki

Þórlaug Ágústsdóttir, Áslaug Árnadóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Guðrún Ebba ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir. Á myndinga vantar Eddu Arinbjarnar.

Þórlaug Sveinsdóttir, Áslaug Árnadóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Guðrún Ebba ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir.

Tilefni þessara greinaskrifa er fyrirlestur Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger ásamt bók þeirra, Handan fyrirgefningar. Tom nauðgaði Þórdísi Elvu þegar hún var unglingur.

„Er ekki kominn tími til að fyrirgefa honum?“
Marie M. Fortune, guðfræðingur og sérfræðingur í kynferðisofbeldi, segir að spurningin geti valdið sektarkennd hjá þolandaum. Þörfin eða löngunin til að fyrirgefa verður að vera algjörlega á valdi þolandans og allur þrýstingur á þolanda, í hvaða formi sem er, er ónærgætinn og óraunhæfur.

Oft er vísað til þess að fyrirgefningin sé hin kristilega lausn. Sólveig Anna Bóasdóttir segir í grein sinni “Fyrirgefningin – er ekki alltaf svarið”: „Að losna undan valdi persónu sem hefur meitt mann og sært er mjög erfitt og tal um fyrirgefningu hjálpar ekki alltaf í þeim aðstæðum. “Ef gerandinn viðurkennir hvorki verknað sinn né reynir að bæta fyrir brot sitt ættum við, með stuðningi Nýja testamentisins, að sleppa öllu tali um fyrirgefningu.“ (more…)

Áhrif áfalla á lífsgæði og heilsufar

Áhrif áfalla á lífsgæði og heilsufar

Image may contain: 1 person

Sigríður Björnsdóttir

Miðvikudaginn 22. febrúar kl. 20 kemur Sigríður Björnsdóttir á umræðukvöld hjá Rótinni og heldur erindi um lokaverkefni sitt í BA-námi í sálfræði.

Sigríður Björnsdóttir er framkvæmdastjóri Blátt áfram, forvarnarverkefnis gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Hún lauk BA-námi í sálfræði við Háskólann á Akureyri árið 2016 og stundar nú framhaldsnám í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík.

Í lokaverkefninu skoðaði Sigríður áhrif erfiða upplifana í æsku á heilsufar síðar á lífsleiðinni og áhrif þeirra á lífsgæði. Þátttakendur í rannsókninni voru nemendur við Háskólann á Akureyri og skjólstæðingar tveggja starfsendurhæfingarstöðva. Úrtakið var 577 einstaklingar, á aldrinum 18–62 ára. (more…)